Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Blaðsíða 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 167 og yfirmaður síra Jóhannesar. Mormóninn fullvissaði hann um að svo væri, ræddi svo við hann enn um stund til þess að styrkja hann í hinni nýju trú og skýra frá siðum hennar. Að því loknu kvöddust þeir með virktum, og Mormóninn hjelt ferð sinni áfram. Þegar Magnús var einn eftir sat hann stundarkorn og hugsaði sig utn, og var eigi laust við að hrekkjabros ljeki um varir hans, svo sióð hann á fætur og gekk í hægðum sínum heimleiðis. Pað var heldur en ekki uppi fótur og fit á staðnum, þegar smalinn kom heim frá ánum um miðjan dag, gekk rakleiðis inn í mjólkurbúrið á hlaðinu og drakk úr rjoma- trogunum, án þess svo mikið sem að gera tilraun til að leyna því. Síðan fór hann inn í eldhús og skipaði eldakonunni að sækja bæði hangikjöt og lundabagga. Kvaðst hann nú vera orðinn slíkur maður, að sjer hæfði eigi önnur fæða, en það besta sem til væri. — Hvað, ertu þotinn fiá ánum, ódráttur- inn þinn! sagði stúlkan — ætli hún madama Katiín fari nú að gefa þjer hangikjöt fyrir bölvuð svikin! — Kona, talaðu gætilega við þann, sem meðtekið hefir heilagan anda! svaraði Magn- ús drembilega. — Þykist þú nú hafa meðtekið heilagan anda? o, svei attan. Jeg gæti betur trúað, að fjandinn hefði hlaupið í þig! — Sæktu lundabaggann og hangikjötið strax stelpa — annars ferðu til helvítis! greip Magnús fram í. Stúlkunni fór nú ekki að lítast á blikuna, tók hún til fótanna og inn í hús þeirra presthjóna. Var prest- kona ein inni, því að maður hennar var úti á túni hjá vinnumönnum. Þegar stúlkan náði andanum, sagði hún prestkonu frá, hver málefnin væru, og bætti við að strák- urinn hann Mangi væri sjálfsagt orðinn bandvitlaus. Prestkonan fór nú fram, og fann hún Magnús sifjandi við búrborðið — og með hangikjötið og lundabaggan fyrir framan sig. Jórunn dóttir hennar sat á kyrnu rjett hjá honum. Hafði hann hitt hana að máli og skýrt henni frá, hvílík umskifti væru orðin með sig. Fanst henni ekki nema sjálfsagt, að slíkur maður fengi það, er hann fór fram á, og setti þegar fram ijetfi þá, er hann hafði heimtað. Nú var hann í óða önn bæði að jeta hangikját og boða henni hina nýju trú og hún bæði horfði og hlýddi á með aðdáun. — Það er ágætt, sagði hún, í því að prestkonan kom í búrdyrnar — alveg Ijóm- andi golt, þá getum við gert alveg eins og okkur sýnist! Og svo gifíum við okkur auðvitað! — Já, auðvitað gerum við það, sagði Magnús hugsandi og spekingslega um leið og hann skar stóra sneið af hangikjöts- lærinu — það er svo sem sjálfsagf. En jeg ætla að minsta kosti að eiga tvær aðrar! — Nei, það vil jeg ekki, mælti Jórunn. — Viltu ekki — hver heldurðu nú faii að spyrja þig um það? Jeg geri alveg eins og andinn býður mjer. — Jæj a, jeg held líka að mjer sje sama, mælti hún, en andinn er þegar yfir mjer, og hann býður mjer að ráða hverjar það verða. Þú átt að eiga hana Siggu spuna- konu og hana Halldóru höltu! — O, haltu þjer saman, andinn kemur ekki fyr en maður er skírður. Jeg held jeg eigi þær sem mjer sýnist, hvað sem þú segir. — Sjer er nú hvað bölvað óþarfa þvaðrið — og hver hefir gefið ykkur Ieyfi til að taka hangikjötið? Þetta var það, sem prest- konan lagði til málanna, í því að hún held- ur gustmikil snaraðist innar eftir búrgólfinu. — Heilagur andi............hóf Magnús máls regingslega, en prestkona rak honum í sama bili utanundir. — Jórunn lagði á flótta. Prestkonan var hin reiðasta og Ijet alveg

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.