Stjarnan - 01.01.1897, Page 56

Stjarnan - 01.01.1897, Page 56
52 þokkalegur, að viðunanlegt má þykja, ef ekkert annað er út á ritið að setja. 0g svo er líka búist við að búningurinn geti orðið meira upp í móðinn að ári. Um innihaldið bef ég í stuttu máli það eitt að segja, að ég hef gert mér alt far um að velja það sem fjölbreyttast, og jafnframt sem gagnlegast og áreiðanlegast að kostur var á, á svo stuttum undir- búningstíma sem ég hafði í þetta sinn, en svo lofast ég til að verða að því leyti betur undirbúinn að ári. Eg tel því sjálfsagi að ritið reynist meira virði til hvers einasta manns, en svarar því sem það kostar. Þær fáu prentvillur (staffeil) sem því miður eiga sér stað í ritinu, vonast ég til að menn afsaki og leiðrétti góðfúslega. Enda held ég að engin þeirra sé svo háskaleg, að valda þurfi röngum skilningi á efninu. í von um að Stjörnunni minni auðnist að hald- ast í eðlilegri hreyfingu á braut sinni, og leyptra við og við, þeim til gagns og gleði sem kaupa hana og lesa. Þá læt ég hér lokið máli mínu í þetta sinn, með heilla óskum til yðar allra. Winnipeg, Man., 15. Desember, 1897. S. B. JóNSSON

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.