Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 24
Bild.ud.alur eins og hann var þegar Thorsteinsson key-pti hann 1880.
mátti til öryggis þeim, sem á þeim unnu. í þjón-
ustu útgerðarinnar voru hinir hæfustu menn
hver á sínu sviði, sem unnu að því á veturnar að
útbúa og lagfæra það, sem skipin varðaði. Skip-
stjórar, sem kunnu störf sín, er að sjómennsku
laut, með ágætum, höfðu á hendi stjórn þessa og
hins. Friðrik Símonarson, gamall skipstjóri,
stjórnaði seglasaumi og seglaviðgerðum. Bjarni
Teitsson skipstjóri stjórnaði reiðagerð, viðhaldi
og eftirliti með reiða á skipunum. Viðgerðir,
endurnýjun og nýsmíði skipa var orðin allmikil
atvinnugrein, sem fjöldi manna vann við undir
stjórn hins ágæta skipasmiðs Kristjáns Krist-
jánssonar, sem tíðast gekk undir nafninu Krist-
ján smiður. Að stjórna setningu skipanna á þurrt
land og svo aftur niður til sjávar var mikið trún-
aðarstarf, sem krafðist verkhyggni, þekkingar og
aðgæzlu, svo ekki hlytust af slys á mönnum eða
tjón á skipum. Stjórn þessara mála hafði þá gam-
all skipstjóri, Jón Eiríkson, hörkutól og dugnað-
arþjarkur mikill. Hann hafði einnig stjórn ís-
hússins á hendi. Hvernig setningur skipanna fór
fram sleppi ég að lýsa, þó fróðlegt væri, þar sem
aðferðir, sem þá voru notaðar, eru fyrir löngu
horfnar. Að draga skipin á land á haustin að
loknu úthaldi hafði mikla þýðingu fyrir góða
endingu skipanna. Þau voru hreinsuð vel og
þvegin og byrðingur þorrnaði. Áður en skipin
fóru á flot voru þau máluð hátt og lágt með
sterkum botnfarva á botn og síður upp að sjó-
línu. Útlit skipanna var því að jafnaði hið prýði-
legasta, hvort heldur var litið á segl, rá og reiða,
sem og byrðing. Minnist ég ekki neinna vest-
firzkra skipa jafn vel útlítandi, nema þá helzt
dýrfirzkra. En þar hafði legið í landi mikil snyrti-
mennska um meðferð og útlit þilskipa og Pétur
kaupmaður haft þaðan fyrirmynd í því efni, en
á Þingeyri lærði hann verzlunarstörf og kynntist
útgerð, sem kunugt er. Reglusemi var mikil um
allt, sem skipunum tilheyrði. í svonefndu
Bryggjuhúsi átti hvert skip sinn klefa, þar sem
geymt var segl, blokkir, kaðlar og ýms áhöld til-
heyrandi skipunum. Hér var á vísan að róa með
það, sem hverju skipi tilheyrði, enda var hver
hlutur skráður í til þess gerða bók með nafni
skipsins.
Á Bíldudal var þá komin járnsmiðja vel búin
að áhöldum að þeirra tíma hætti. Stjórnandi
4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ