Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 47

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 47
og í herskipafylgdinni, borið saman við litla hæg- genga bátinn, sem dæmdur var til að vera helm- ingi lengur á leiðinni yfir hættusvæðið. Þegar við komum suður að mynni Tyne fljóts- ins, sáum við Oslofjorð aftur, en í þetta skipti aðeins á möstrin og naumasta skorsteininn. Misk- unarleysi algjörrar styrjaldar, sem jafnt hitti stór og smáa, réttláta og rangláta, hafði hitt þetta fagra og stóra skip og sært skylda og mikla siglinga- þjóð, stóru sári. Steingrímur kvað: „En bót er oss heitið, ef bilar ei dáð, Af beisku hið sæta má spretta, Af skaða vér nemum hin nýtustu ráð, Oss neyðin skal kenna hið rétta, Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og frelsisins þjónustugerð". Upp úr brotajárni styrjaldarinnar hafa nú risið nýir svanir hafsins, enn glæsilegri en nokkru sinni áður. Hið nýja skip norsku Ameríkulínunar, sem aftur hefur hlotið heitið ,Oslofjord‘ er að stærð og burðarmagni ekki meiri en sá, sem þeir misstu á stríðsárunum, en inn í þetta nýja skip, hefur verið meitlað svo margt, sem að gefur því yfirburði. Hið nýja skip er 577 fet að lengd og mesta dýpt þess hálft 27. fet. Þetta er ósvikinn straumlínubátur. Engin tvö bönd í skrokknum eru eins, hann er mun breiðari en hinn Oslofjorðurinn, þess vegna verður hið nýja skip mjög stöðugt þrátt fyrir hinar ávölu línur í skrokknum. Allt er gert til að reyna að firra skipið þeim veltingi, sem ekkert skip í rúm- sjó getur verið laust við, og er það aðallega gert með slingurbrettum, sem komið hefur verið fyrir á skipsskrokknum neðan við sjómál á þeim stað sem reiknað hefur verið út að þau komi að mest- um notum. Skipið er byggt þannig, að það ávalt sé kjölrétt, einnig þegar það er tómt, og jafnvel það þótt skipið hafi mjög mikla yfirbyggingu eins og flest hin nýju skip. Fjórtán rafmagnsvindur og tveir kranar eru notaðir til að ferma og afferma skipið. Lestin rúm- ar 2700 smálestir eða 215 000 kúbikfet og eru lestarnar útbúnar frystitækjum er geta varðveitt farminn við hvaða kuldastig sem er upp í 23 gráð- ur. Stjórnpallur skipsins, reykháfarnir og allir björgunarbátarnir eru byggðir úr aluminum. I Oslofjord eru auðvitað öll hin nýjustu siglinga- og öryggistæki sem þekkjast. •t „Oslofjord Skipshöfnin á nýja Oslofjord, er 250 til 280 manns. Meðan eldri Oslofjord tók 840 farþega mun hinn nýi ekki hafa pláss, fyrir nema 600 vegna þess, að hið nýja skip er útbúið miklu meiri þægindum fyrir farþegana. A 1. fafrými er aðeins einn eða tveir farþegar í hverjum klefa og 50 herbergjanna hafa baðklefa út af fyrir sig. Loftið í farþega herbergjunum er hreinsað og ,,gerilsneytt“ og hitað eins þægilega eins og þess er óskað. Ofan frá reykingasalnum er hægt að fara með einni lyftunni 7 hæðir niður í sundhöllina, þar sem eru líka leikfimissalir og háfjallasólir. Hinn nýi Oslofjord var byggður í Hollandi af Neederlandsche Dok en Scheepbouw Maatschappij og unnu um 800 manns að byggingu skipsins. Af- hending skipsins var aðeins nokkrum mánuðum á eftir tilskyldum tíma. Segja má, að þetta nýja skip sé ekki eingöngu kóróna norsku- Ameríkulínunnar, heldur og einn- ig norsku sjómannanna og þjóðarinnar yfir höfuð. H. Frá Sjómannadeginum Sigurvegararnir 1949. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.