Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Síða 22

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Síða 22
Bræðrasynirnir. Frá vinstri: Þorsteinn Árni Gíslason, skipstjóri á vegum FAO í Mexíkó; Eggert G. Þorsteinsson; Guðbjörn Þorsteinsson, bróðir Eggerts, skipstjóri á „Þorsteini“ RE-303; Eggert Gíslason, skipstjóri á „Gísla Árna“ og Þorsteinn Gíslason, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni, og jafnframt á vetrum kennari við Stýrimannaskólann.. áttu og aðferðir- til- að ná sem mestum fiski. — Á'tti að skera beituna sm'átt eða stórt, skáskera eða þverskera, á íhvaða hraða átti að leggja línuna, á livaða mið var bezt að róa á þessurn eða hinum tíma vertíðar og síðan sögur af eigin reynslu og annarra, heilt bókasafn geymt í trúu minni þjálfuðu til að muna reynslu kyn- slóðanna. Á þessum uppvaxtarárum nuniim þekktust vart annað en línan á Suður- nesjum við þorskveiðar, þó að Vest- mannaeyingar væru þá löngu byrjaðir þorsknetaveiðar með góðum árangri. það voru 'helzt trillur og smæstu bát- arnir, sem gutluðu eitthvað með net í Keflavík um tíma af vertíðinni, s\rona um miðbik hennar. Ég var þrettán ára gamall, sem sé fermingarárið mitt, þegar ég beitti fyrst línu við bát, sem faðir minn var skip- stjóri á. (Áður hafði ég prófað það á iminni skipum). Ég var upp á hálfan iilut, sem áreiðanlega hefur verið Ifull- borgað, því að ég hafði varla krafta tíl að skera gaddfreðna síldina, og það tók mig næstum allan veturinn að ná sæmileg- um beitingahraða, auk þess sem ég var heldur ekki einfær um að bera stamp- inn frá mér, þegar ég hafði beitt í hann. Flver stampur var merktur þeirn, sem beitti í hann, og jafnframt var fylgzt nákvæmlega með því hvernig veiddist á Qóðir, sem hver og einn hafði beitt, því að sé beitt af vandvirkni, fer línan bæði greiðara í sjóinn og beitan tollir betur á, heldur en tíf hroðvirknislega er unnið að beitingunni. Það jók vitaskuld vandvirknina, að þannig var fylgzt með verkinu. Ég var tíkki nema þessa vertíð og þá næstu í skjóli föður míns, því að hann -fórst, eins og fyrr segir, í endaðan nóvember haustið 1940. Þá fékk ég land- imannspláss hjá föðurbróður mínum, Gísla Árna, og þá upp á heilan hlut, sem mér var þá þegar og alla tíð síðan ljóst, að mér bar varla, því mig skorti þrek til að halda til jafns við fullorðnu mennina í löngum „törnum“. Utgerð- armaðurinn, Loftur Loftsson, svo og 'frændi minn, Gísli, létu mig njóta föð- ur míns og vildu einnig 9tyrkja móður mína, þvi að tekjur mínar runnu að sjálfsögðu óskiptar til heimilisins. Báturinn, sem ég var landmaður við þessar tvær vertíðar, hét Ingólfur og var 32 tonn að stærð og þá með stærstu 'bátunum í Keflavík. Gísli -Árni frá Kothúsum, föður bróðir minn, og faðir hinna aflasælu og landskunnu Gíslasona, Eggerts, Þorsteins og Áma, var mikill og far- sæll skipstjórnarmaður. Hann var sér- lega jafn aflamaður og seig alltalf á eftir því sem meira leið á vertíðina. Oll vinna varð léttari hjá honum en flestum öðr- um, bæði um borð og í landi, því að hann kom jafnan með fyrstu mönnum að. Það gekk allt eins og 'klukka hjá Gísla Árna, jafnt og áfallalaust, álla Ihans skipstjórnartíð. Hann var talinn þekkja allar grunnslóðir um'hverfis Garð- skaga eins og buxnavasana sína, svo sem oft var tekið til orða í þann tíð. Hann náði iðuglega upp línu frá enda til enda, þegar aðrir voru að slíta og týna línu á sömu slóðum. Maður einn, sem verið hafði skipverji hjá Gisla frænda tók að sér skipstjórn á öðrum báti og hugðist nú notfæra sér það, sem hann halfði lært hjá Gísla. Það gékk þó ekki sem skyldi í upphafi, og eitt sinn er hann kom að landi, armædd- ur mjög, spurði hann Gísla, hvernig í andsk .... hann næði alltaf upp línunni á þessu helv.... kargahrauni, sem hann legði stundum á. Þegar þetta var, voru engir matsvein- ar á bátunum, heldur hafði ’hver maður sinn „bitákassa". Kassi Gísla frænda var hvítur og hann tók nú tíl að teikna á 'kassalokið fyrir þennan fyrrverandi skip- verja sinn, hvemig hann hafði lagt lín- una þessa leguna á undan. Þegar teikn- ingunni var lökið, stóð hinn formaður- inn upp, hrissti höfuðið og sagði: — Þetta getur enginn nema þú, Gil'li minn. Ég reyni að minnsta kosti ekki aftur að leggja þama ... Samfara því, að Gísli var ágætur afla- maður, var hann nýtinn og sparaði út- gerðarkostnaðinn með góðri meðferð á veiðarfærum og öðm sem þurfti til út- gerðarinnar. Hann var oft hlutarhæstur í verstöð- inni, þó að ’hann væri ekki hæstur með afla. Hann gerði miklar kröfur til undir- manna sinna og þá ekki síður til sjálfs síns. Það er því örugglega engin tilvilj- un, að synir hans hafa um áraraðir verið aflakóngar íslenzka vélbátaflotans. Þar sannast sem oftar orðtakið, að eplið fell- ur sjaldan langt frá eikinni. Uppeldi mitt leiddi að sjálfsögðu til 8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.