Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Síða 29

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Síða 29
 VISSUÐ ÞIÐ ÞETTA? Danski rithöfundurinn, teiknarinn o. fl., Gunnar Hansen, var víðfrægur fyrir safn sitt um sérstæð og furðuleg fyrir- bæri. Skömmu fyrir andlát sitt árið 1970 kom hann á ritstjórn „Familie JournaIen“, lagði bunka af handritum og teikningum á borðið og sagði: „Gæti þetta ekki verið efni í bók“? Hún kom út síðari hluta árs 1970 hjá forlp^inu Höst & Sön í Kaupmannahöfn. Með 120 teikningum og frásögnum undir heit- inu „Vidste De det“. Þaðan eru sýnis- horn þau tekin, sem fram koma hér í blaðinu til kynningar. Skipið hvarf í 15 ór, en kom svo siglandi fullum seglum Um miðja fyrri öld hvarf seglskipið „Gloriana" gjörsamlega sporlaust, eftir að það hafði síðast sézt í kyrra belt- inu við Ekvador. 15 árum síðar var hvalveiðiskipið „Adventure" að veið- um í suður-Ishafinu. Allt í einu kom seglskip með fullum seglum í ljós út úr þokunni, — þetta var „Gloriana". Það var farið um borð í skipið og gát- an leyst. Það hafði orðið uppreisn um borð — einhver hluti áhafnarinnar hafði yfirgefið skipið í björgunanbát- unum. Þeir, sem eftir voru, lágu frosin lík á dekkinu. Skipstjórinn sat í káetu sinni yfir dagbókinni. Hann hafði verið skotinn í hnakkann. Dekkið mólað rautt A konungsskipinu „Vasa“, sem byggt var í Stokkhólmi árið 1628, var dekkið málað rautt, svo að áhöfnin missti síð- ■ur kjarkinn þegar blóð flyti um það í orrustum. Skipið lenti hins vegar aldrei í neinni orrustu, þar sem því hvolfdi í Stokkhólmi, er það var að leggja í fyrstu ferð sína. „Vasa“ var lyft af sjávarbotni 24. apríl 1961, og er nú sýnisgripur. Köngurlóin skynjar veður Fleiri klukkustundum áður en regn eða stormur nálgast, skynjar köngurlóin það, og verndar vef sinn með því að bíta í sundur þá þræði, sem verða í vindáttinni, svo að vefurinn blakti í stað þess að springa. Fiskabardagi í stað nautaats í Síam gera menn sér það til gamans, að setja tvö karldýr af smávöxnu en litríku fisktegundinni Betta Splenders, saman í fiskabúr. Þeir ráðast sam- stundis hvor á annan, og það þykir mjög góð skemmtun að horfa á hvemig þeir í ofsabræði sinni skipta stöðugt um lit, allt frá rauðu, gulu og í blátt. Veðjað var um hvor fiskanna myndi sigra, en nú er orðið altítt að láta ör- þunna glerplötu á milli þeirra, og þá vinna þeir á stigum. Umferðarmesta höfn heims Frá árinu 1963 hefur Rotterdam verið umferðarmesta höfn heimsins. Aður var það New York. Árlega fara um höfn- ina í Rotterdam um 30.000 úthafssigl- ingaskip, en þar að auki um 250.000 fljótabátar frá Rín, og margir þeirra gegnum Basel frá miðri Evrópu. Til þess að halda þessari risahöfn hreinni, hafa hinir hreinlátu Hollendingar byggt vatnssuguskip, sem með löngum sog- örmum dregur að sér fljótandi rusl og olíubrákir af yfirborðinu. Óhreinindin eru síjuð burtu en hreinn sjórinn renn- ur aftur út. SJOMAN NADAGSBLAÐIÐ 15

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.