Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Síða 30

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Síða 30
Hafsteinn Bergþórsson. Frásagnir Hafsteins Bergþórssonar, ritara byggingar- nefndar Sjómannaskólans, og Jónasar Sigurðssonar, skólastjóra Byggingarsaga Sjómannaskólans Haífsteinn Bergþórsson -héfur verið ritari húsbyggingarnefndar sjómanna- skólans Ifrá upphafi, eða um 30 ára skeið. Sjómannadagsblaðið bað hann að rekja ihúsbyggingarsöguna í tilefni af iþví, að nú er í þann veginn að ihefjast nýr kafli í 'þeirri sögu. Með bréfi dags. 26. júní 1941 skip- aði Ólafur Thors, þá atvinnumálaráð- herra, nefnd til að vinna að húsbygg- ingamiálum sjómanna og hlutu sæti í henni: Friðrik Ólafsson skólastjóri, sem formaður, Háfsteinn Bergþórsson skip- stjóri, ritari nefndarinnar, Ásgeir Sig- urðsson skipstjóri, M. Jessen skólastjóri Vélskólans, Sigurjón Ólaifsson alþingis- maður, Þorsteinn Árnason vélstjóri, og Guðjón Samúelsson húsameistari rí’kis- ins. Nefndin kom saman á Ifyrsta fund sinn 21. júlí 1941. Á fyrsta fundinum var rætt um hugsanlegan stað fyrir skól- ann. Brezki herinn hafði á þessum árum hreiðrað um sig á ýmsum álitlegum stöð- um fyrir skólastæði og lágu þeir því ekki á lausu, ef hefjast átti handa strax þetta ár, eins og nefndarmenn óskuðu. Nefnd- armenn óku um bæinn að loknum fyrsta ifundinum og athuguðu þá staði, sem helzt komu til greina, en það var Héð- inshöfði, Laugarnes og Rauðarárholtið við vatnsgeymana. Næsta dag var aftur komið saman til fundar og þá samþykkt að skólinn skyldi reistur á Rauðarár- 'holtinu norðan við vatnsgeymana. Bærinn gaf skólanum lóð á þessum stað og var hún áætluð um 110 metrar á breidd, frá Háteigsvegi til norðurs, og 160 metrar á lengd, að flatarmáli 17— 18000 fermetrar. Helztu rök nefndarinnar fyrir þessu staðarvali eru samkvæmt fundargerðar- bókinni þau, að staðurinn liggi hátt og því tilvalið að koma fyrir innsiglinga- vita í turni þeim á byggingunni, sem nefndarmenn gerðu strax ráð fyrir að yrði á húsinu. Önnur aðalröksemdin 'fyrir staðarvalinu var sú, að þama væri stórt óbyggt svæði, sem nægja myndi ifyrir framtíðarbyggingar tilheyrandi skólanum, svo sem vélahús, kennara- bústaði, sjóminjasafn og önnur þau hús, sem skólinn þyrfti í framtíðinni fyrir starfsemi sína. Húsameistarafélag Islands óskaði eftir því, að keppt væri um teikningar að húsinu, og féllst atvinnumálaráðherra á það. Þetta leiddi til árekstra við húsa- meistara ríkisins, sem var einn nefndar- manna, sem áður segir, og hvarf hann af þessum sökum nokkm síðar úr nefnd- inni, þó ekki (formlega fyrr en á fundi 4. maí 1942. Húsbyggingamefndinni þótti ekki nægjanlega skýrt tekið fram í lóðabréfi borgarráðs, að tryggt væri, að ekki yrðu reistar aðrar byggingar á svæði því, sem skólanum var ætlað, en nefndarmenn lögðu ríka áherzlu á að skólinn sæti einn að svæðinu. Nökkur bréfaskipti urðu um þetta milli nefndarinnar og borgarráðs, þar til nefndarmönnum þótti tryggi-lega frá þessu gengið, og fengust loforð fyrir þessu áædaða svæði fyrir skólann einan. Teikningar að húsinu voru nú boðn- ar út til samkeppni eftir að útboðslýs- ingar höfðu verið samþykktar, og voru skipaðir tveir sérfróðir menn í dóm- nefnd auk nefndarmanna, þeir Einar Erlendsson ög Einar Sveinsson húsa- smíðameistarar. Heitið var 6000 króna 1. verðlaunum. Á fundi þann 21. febrúar 1942 var farið að athuga þær teikningar, sem borizt 'höfðu, og síðan fjallað um Iþær á hverjum fundinum á eftir öðrum þar til loks 10. marz, að samþykkt var að veita engin 1. verðlaun, heldur skyldi teikning nr. 2 'fá kr. 4.500,00, nr. 6. kr. 3.500,00, nr. 12 kr. 3.000,00, og jafn- framt var ákveðið að kaupa teikningar nr. 8 og 14. Nefndin sat svo á stöðugum fundum um teikningarnar, þar til loks á fundi 4. maí, að samþykkt var að tilhlutan atvinnumá'laráðherra, að fela þeim, sem gert höfðu beztu teikninguna, að dómi nefndarinnar og dómmannanna tveggja, að gera endanlegan uppdrátt að skóla- byggingunni með hliðsjón af athuga- semdum nefndarmanna. Arkitektarnir, sem urðu fyrir valinu, voru þeir Sig- urður Guðmundsson og Eiríkur Einars- son. — Húsið var svo reist eftir þeirra teikningu. Á þessum fundi, 4. maí, barst tilkynning Ifrá fjármálaráðuneytinu iþess efnis, að fyrsta framlagið kr. 125.000,00 16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.