Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Blaðsíða 30

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Blaðsíða 30
Hafsteinn Bergþórsson. Frásagnir Hafsteins Bergþórssonar, ritara byggingar- nefndar Sjómannaskólans, og Jónasar Sigurðssonar, skólastjóra Byggingarsaga Sjómannaskólans Haífsteinn Bergþórsson -héfur verið ritari húsbyggingarnefndar sjómanna- skólans Ifrá upphafi, eða um 30 ára skeið. Sjómannadagsblaðið bað hann að rekja ihúsbyggingarsöguna í tilefni af iþví, að nú er í þann veginn að ihefjast nýr kafli í 'þeirri sögu. Með bréfi dags. 26. júní 1941 skip- aði Ólafur Thors, þá atvinnumálaráð- herra, nefnd til að vinna að húsbygg- ingamiálum sjómanna og hlutu sæti í henni: Friðrik Ólafsson skólastjóri, sem formaður, Háfsteinn Bergþórsson skip- stjóri, ritari nefndarinnar, Ásgeir Sig- urðsson skipstjóri, M. Jessen skólastjóri Vélskólans, Sigurjón Ólaifsson alþingis- maður, Þorsteinn Árnason vélstjóri, og Guðjón Samúelsson húsameistari rí’kis- ins. Nefndin kom saman á Ifyrsta fund sinn 21. júlí 1941. Á fyrsta fundinum var rætt um hugsanlegan stað fyrir skól- ann. Brezki herinn hafði á þessum árum hreiðrað um sig á ýmsum álitlegum stöð- um fyrir skólastæði og lágu þeir því ekki á lausu, ef hefjast átti handa strax þetta ár, eins og nefndarmenn óskuðu. Nefnd- armenn óku um bæinn að loknum fyrsta ifundinum og athuguðu þá staði, sem helzt komu til greina, en það var Héð- inshöfði, Laugarnes og Rauðarárholtið við vatnsgeymana. Næsta dag var aftur komið saman til fundar og þá samþykkt að skólinn skyldi reistur á Rauðarár- 'holtinu norðan við vatnsgeymana. Bærinn gaf skólanum lóð á þessum stað og var hún áætluð um 110 metrar á breidd, frá Háteigsvegi til norðurs, og 160 metrar á lengd, að flatarmáli 17— 18000 fermetrar. Helztu rök nefndarinnar fyrir þessu staðarvali eru samkvæmt fundargerðar- bókinni þau, að staðurinn liggi hátt og því tilvalið að koma fyrir innsiglinga- vita í turni þeim á byggingunni, sem nefndarmenn gerðu strax ráð fyrir að yrði á húsinu. Önnur aðalröksemdin 'fyrir staðarvalinu var sú, að þama væri stórt óbyggt svæði, sem nægja myndi ifyrir framtíðarbyggingar tilheyrandi skólanum, svo sem vélahús, kennara- bústaði, sjóminjasafn og önnur þau hús, sem skólinn þyrfti í framtíðinni fyrir starfsemi sína. Húsameistarafélag Islands óskaði eftir því, að keppt væri um teikningar að húsinu, og féllst atvinnumálaráðherra á það. Þetta leiddi til árekstra við húsa- meistara ríkisins, sem var einn nefndar- manna, sem áður segir, og hvarf hann af þessum sökum nokkm síðar úr nefnd- inni, þó ekki (formlega fyrr en á fundi 4. maí 1942. Húsbyggingamefndinni þótti ekki nægjanlega skýrt tekið fram í lóðabréfi borgarráðs, að tryggt væri, að ekki yrðu reistar aðrar byggingar á svæði því, sem skólanum var ætlað, en nefndarmenn lögðu ríka áherzlu á að skólinn sæti einn að svæðinu. Nökkur bréfaskipti urðu um þetta milli nefndarinnar og borgarráðs, þar til nefndarmönnum þótti tryggi-lega frá þessu gengið, og fengust loforð fyrir þessu áædaða svæði fyrir skólann einan. Teikningar að húsinu voru nú boðn- ar út til samkeppni eftir að útboðslýs- ingar höfðu verið samþykktar, og voru skipaðir tveir sérfróðir menn í dóm- nefnd auk nefndarmanna, þeir Einar Erlendsson ög Einar Sveinsson húsa- smíðameistarar. Heitið var 6000 króna 1. verðlaunum. Á fundi þann 21. febrúar 1942 var farið að athuga þær teikningar, sem borizt 'höfðu, og síðan fjallað um Iþær á hverjum fundinum á eftir öðrum þar til loks 10. marz, að samþykkt var að veita engin 1. verðlaun, heldur skyldi teikning nr. 2 'fá kr. 4.500,00, nr. 6. kr. 3.500,00, nr. 12 kr. 3.000,00, og jafn- framt var ákveðið að kaupa teikningar nr. 8 og 14. Nefndin sat svo á stöðugum fundum um teikningarnar, þar til loks á fundi 4. maí, að samþykkt var að tilhlutan atvinnumá'laráðherra, að fela þeim, sem gert höfðu beztu teikninguna, að dómi nefndarinnar og dómmannanna tveggja, að gera endanlegan uppdrátt að skóla- byggingunni með hliðsjón af athuga- semdum nefndarmanna. Arkitektarnir, sem urðu fyrir valinu, voru þeir Sig- urður Guðmundsson og Eiríkur Einars- son. — Húsið var svo reist eftir þeirra teikningu. Á þessum fundi, 4. maí, barst tilkynning Ifrá fjármálaráðuneytinu iþess efnis, að fyrsta framlagið kr. 125.000,00 16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.