Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Page 37

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Page 37
Kringum lokadaginn Viðtöl við aflahæstu skipstjórana — Við 'höfum farið noltkrum sinnum á skipum Hafrannsóknarstofnunarinnar út með nemendur í vetur, og ég tel 'þessa tilraun hafa heppnast mjög vel. Það var hyrjað að vinna að (þessu máli í haust. Það hefur lengi verið brýn þörf á skipi til að þjállfa nemendur við raun- verulegar aðstæður. — Sjávarútvegsráð- herra, Eggert G. Þorsteinsson, beitti sér ]X'rsónulega fyrir því að skólinn fengi skip til 'þessara nota. — Hverjir eru meginþættir kennsl- unnar um borð? — Nemendur eru látnir sigla og gera staðarákvarðanir eftir hinum hefð- hundnu aðferðum, það er með thoma- mælingum á himinhnöttum og stöðum í landi og segulkompási, og síðan með nýtízkulegustu aðferðum, þar sem stað- arákvarðanir eru gerðar með lóran, radar og fullkomnustu ljós- og hljóðmiðunum og siglt með sjálfstýringu tengdri gýró- kompás. Reynt var einnig eftir föngum að sýna nemendum gerð nýjustu tækja. AS því er laut að veiðunum sjálfum, var nemendum sýnt hvemig kasta á nót á síldartorfu eftir sónar. Var sýnt með þeim hætti, að útbúinn var endurvarpi, sem kom 'fram eins og torfa á tækjun- um. Notuð var 300 faðma flodína — eða álíka löng og venjuleg nót, „torfan“ var leituð uppi og nemendurnir látnir stjóma kastinu. Reynt var að taka tillit til strauma og vinda og hugsanlegrar vaðsteifnu toiifunnar, sem sagt reynt að líkja sem mest eftir raunvemlegum veið- um. Kastinu var síðan lokið með því að lagt var bauju og hún tekin, eins og þaS gerist í raunveruleikanum. — Og finnst þér þetta hafi gefið já- kvæðan árangur? — Alveg vafalaust. Nemendumir bmgðust mjö vel við tilrauninni. Þetta átti við þá, sem skiljanlegt er um friska stráka, sem æda að gerast skipstjórar. Ég tel mjög áríðandi að þessu verði haldið áfram. Það getur reynzt dýrt að láta nýútskrifaðan mann fá sína fyrstu lexíu úti á sjó með milljónatæki í hönd- unum. Verkleg þjálfun með ofangreind- um hætti er skipstjóradfnum höfuð- nauðsyn, og æfingaskip tíl eigin umráða fyrir skólann, er vitaskuld framtíðar draumur okkar. Þórarinn var kominn heim til sín, þegar okkur bar að, en hann var þá búinn að landa 32 tonnum og fór þar með upp fyrir Amfirðing, að minnsta kosti í bili. Báðir bátarnir eru um 220 tonn að stærð. — Þetta er óvenjulegt, sagði hann, komið fram á þennan tíma. Það er víða fiskur, grunnt og djúpt. Og það merkilega er að fiskurinn er ekki búinn að hrygna ennþá og á Þórarinn Albertsson, skipstjóri á Albert. meðan getum við haldið áfram með von í afla. Einu sinni man ég þó að við nokkrir bátar tókum upp net in um 27. maí, eftir að hafa aflað ágætlega í maí. Þá vorum við með netin úti á Faxadýpi, úti í kantin- um. — Þú hefur aflað vel í maí? — Það má segja það, við erum búnir að fá yfir 200 tonn í mai af þeim tæplega 1300, sem við höfum landað. Netabátunum hefur fækkað allverulega og flestir aðkomubát- amir eru farnir. Þessir bátar, sem eru hættir, hafa mikið orðið að hætta vegna mannskapsins. Hér hafa ráðizt í skipsrúm margir sveita- menn og nú er sauðburður hafinn og vorstörf og ekki þýðir að láta þau dankast. Eins er með vinnu- aflið í frystihúsunum og það má segja að það séu komin hálfgerð Ólafur Finnbogason, skipstjóri á Arnfirðingi. lok í þetta þó að reytingur sé af afla. — Hvað er langt stím í tross- umar? — O, blessaður, við erum hér rétt við bæjardyrnar, á trillumiðunum, eins og þeir segja. Við erum 10 mín- útna siglingu frá höfninni, rétt aust- an við Hópsnesið í Þórkötlustaða- sundinu. Við emm búnir að fiska þar vel í marga daga. SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 23

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.