Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Síða 46

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Síða 46
FJOLDAMORÐ um borð í s.s. Morro Castle Willmott skipstjóri hafði lótið í Ijós andúð sína og varað við einum manni um borð, sem hœttulegum umhverfinu. Skömmu síðar fannst skip- stjórinn lótinn í kóetu sinni. Þegar eldur brauzt út í skipinu skömmu síðar, sló felmtri ó yfirmennina. Morro Castle varð að fljótandi líkbrœðsluofni. Athugið! Ruglingur hefur orðið á síðum í þessari grein. Bls. 33 á að vera 35/ og bls. 35 á að vera 33. — Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu. S.s. Morro Castle hóf síðustu ferð sína Mukikan 'liálfníu um kvöldið. Það voru 300 farþegar um lx>rð og áhöfnin um 200 manns. Fyrir fjölda af þessu fólki átti lúxusskipið eftir að verða síðar líkbrennsluofn. En iþað grunaði engan, þegar það sigldi út úr höfninni í Hav- anna uppljómað 'frá stalfni til skuts og skipshljómsveitin lék „Melancoly Baby“ uppi á A-dekki 'fyrsta farrýmis. Skipið glitraði eins og gimsteinn á dökkum haffletinum. Þetta var 5. sept. 1934. Aætlunarhöfn: New York. Um eftirmiðdaginn 7. sept., sólar- hring áður en Morro Castle átti að koma til New York, voru sendar út að- varanir um storm fyrir alla austurströnd Ameríku. Fárviðri var í aðsigi um norð- urhluta Karabíska hafsins. Robert Will- mott skipstjóri ákvað að ganga snemma til 'hvílu, því 'hann yrði að vera kominn aftur í brúna löngu fyrir dagris. Um kvöldið var haldinn hinn venju- 'legi lokadansleikur slíkra ferða. Will- mott skipstjóri tók ökki þátt í hátíða- höldunum, en lét færa sér mat upp til sín. Um það bil klukkustund dftir að skipstjórinn hafði fengið matinn upp til sín, kom þjónn inn í káetu hans, til 'þess að ganga frá fyrir nóttina. Hann opnaði hurðina inn í baðklefann og snarstanzaði. í baðkarinu lá Wilmott skipstjóri látinn. Hann var hálf afklædd- ur en það var ekkert vatn í baðkerinu. Slkipslæknirinn gat ekki að svo stöddu ifullyrt um dauðaorsökina, en margt benti til eitrunar. Og hefði þá einhver Játið eitur í mat skipstjórans. F)TSti stýrimaður, Leonard Warms, tók við stjórninni um borð. Klukkan 2,30 um nóttina, sjö stundum eftir dauða skipstjórans, var Warms að starfi í brúnni. Veður hafði snögglega breyzt og vindur var stöðugt að aukast. Morro Castle valt og stampaði töluvert. Skipið var nú statt um 30 sjómílur suður af Scotland Light, og áttí þvi skemmt dftir inn að Ambrose Ghannel, þar sem meira skjól yrði fyrir versta óveðrinu. Það var aðeins spurning um nokkrar klukkustundir. Á þriðja dekki undir brúnni var þjónninn David Campell að taka til i reyksalnum. Einn af farþegunum kom til hans og spurði hvort það gæti verið einhvers staðar að brenna. -—- Mér finnst ég finna brunalykt, bætti hann við. Klukkuna vantaði nákvæmlega tíu mínútur í þrjú þegar Campell fór með farþeganum inn í stóra samkomusalinn — þar sátu enn nokkrir farþegar yfir glösum. Þeir sáu engin merki um bruna þar inni, og héldu því áfram inn á skrif- stofuna, sem var þar á sama dek'ki. Þar urðu þeir varir við allsterka brunalykt, en þó var ekkert að brenna þar. En reyk virtist leggja frá birgðakldfa, sem var þar nærri, og aðeins skipverjar höfðu aðgang að. Campell reif dyrnar upp, en hrökklaðist frá aftur — þar var allt í ljósum loga og mikill reykur gaus á móti þeim. Hann skellti dyrunum aftur og hljóp af stað til þess að gera aðvart. Warms fékk tilkynningu um þetta á brúnni. Hann gaf þegar fyrirskipun um að slökkvistarf yrði þegar hafið. Hon- um datt þó ekki í hug, að um verulega hættu gæti verið að ræða. En Hackney, annar stýrimaður, sem stjórnaði slökkvistarfinu, gerði hrapal- leg mistök. Hvorki honum eða öðrum datt í 'hug að birgja lolftventlana milli birgðaklefans og slkrifstofunnar. Bruna- hurðinni milli skrifstofunnar og stóra samkomusalarins var ekki heldur lokað. Allt í einu brauzt eldurinn þá leið með ofsalegum hraða. Logarnir átu sig i gegnum dekkið upp undir farþegaklef- ana þar fyrir ofan. Warms stóð í brúnni og horfði á ihvernig reykurinn vallt fram. — Ágætt, hugsaði hann. Þá eru þeir komnir í gang með vatnsslöngumar. Allt i einu heyrðist hver hvellurinn af öðmm — það voru rúður sem sprungu alf hitan- um. Stórir eldblossar streymdu út og gler var sífellt að springa. Warms gaf þegar merki um allsherjar aðvömn, og gaf fyrirskipun um að halda áfram með fullri ferð upp undir New Jersey-ströndina svo að Morro Castle fengi vindinn inn yfir stjómborðssíð- una. Með iþvi væri ef til vill hægt að 'halda eldinum öðrum megin í skipinu. 32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.