Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Qupperneq 49

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Qupperneq 49
Rótt fyrir M. þrjú kom þriðji loít- skeytamaður, Charles MaM, hlaupandi til iþess að vekja hina tvo loftskeyta- mennina, Rogers og Alagna. George Alagna var vaknaður alf há- vaðanum úti fyrir. En Rogers svaf fast, en Maki hrissti hann harkalega. Eftir ötfá augnablik var Alagna 'kominn upp í 'loftskeytastöðina og skömmu seinna ikom Rogers yfirloftskeytamaður og tók við störfum. Hann sagði Alagna að hlaupa upp í brú og fá fyrirmæli hjá skipstjóranum. Uppi í brúnni halfði hinn nýorðni skipstjóri, Warms, engan tíma til að hlusta á Alagna. Stormurinn æddi yfir skipið og magnaði eldinn eins og blást- ursbelgur. Warms bar báðar hendur upp að munni sér og hrópaði: — Brjótið ekki rúðurnar þarna niðri! Mölvið ekki riiður! Lokið öllum dyrum! En hróp hans drukknuðu í stormin- um, og áhÖfnin sem heyrði neyðaróp hvaðanæfa að, hélt áfram að mölva rúð- ur og opna 'hurðir fyrir ofsahræddum farþegum, sem reyndu alls staðar að brjótast í gegn upp til björgunarbátanna. — Skipstjóri, hvaða fyrirskipanir gef- ið þér? spurði Alagna. Warm hafði augsýnilega misst stjórn á sjálfum sér. Hann ýtti loftskeytamann- inum til bliðar og hljóp að talpípunni til vélarrúmsins. — Gefið skýrslu! öskraði hann. -— Hvernig er ástandið þarna niðri? Við verðum að fá' meiri þrýsting á bruna- slöngurnar! Enginn svaraði. Warms greip í hand- tak vólsímans og stillti hann á „Dead slow ahead" — hæga ferð álfram. Sér- staklega óheppileg ráðstöfun. -—• Morro Castle lét varla að stýri í hinum mikla sjógangi og féH út af stefnunni, svo að eldinum sló nú þvert yfir allt skipið. Á þessu augnabliki kom Alagna með óvænta spurningu: — S'kipstjóri, hvað eigum við að gera við líkama Willmotts? Eigum við að bera hann niður í ein- hvern björgunarbátinn? Warms 9tóð alveg ráðalaus. Þriðji Stýrimaður kom rétt í þessu upp til þess að gefa skýrslu um slökkvistarfið. Hann hikaði ekki: Við verðum að skilja skip- stjórann eftir hér um borð. Hinir lif- andi eru mikilvægari en þeir dauðu. Allt í einu birtist yfirvélstjórinn á brúan'ængnum. Hann var sótugur í andliti og hluti af hári hans var brunn- ið. Hann néri höndum í ön'æntingu. — Hvern fjandann eruð þér að gera hér? öskraði Warms. Ég var að segja, að við þvrlftum að fá meiri þrýsting á vatns- slöngurnar! Abbott vélstjóri skalf um allan líkam- ann. ■—• Þrír menn brenndust til bana þarna niðri! Þrír af mönnum mánurn! Ein gufuleiðslan spra'kk. Hvað eigum við að taka til bragðs? Óðagotið í brúnni var nær fullkomið. Og þaðan breiddist það út til annarra vfirmanna og áhafnarinnar. Á meðan á þessu stóð sat yfirloft- skeytamaðurinn, George Rogers, einn í klefa sínum og beið eftir fyrirskipunum um að senda út SOS-tiIkynningu. — Alagna hafði hlaupið fram og til baka éftir fyrirskipunum frá skipstjóranum, en árangurslaust. Klukkan 3,15 kom Alagna aftur í loft- skeytastöðina og reif upp dyrnar. -— Við verðum að koma okkur héðan í burtu! Það brennur alls staðar... Rogers snéri sér rólega við. — Hvað er um neyðarmerkin? — Hvað segir Warms? Þeir eru allir orðnir vitlausir í brúnni! Bölvaðar skræfur, það er engin leið að fá svar af viti frá þeim! Rogers hafði snúið sér aftur að mót- takaranum. Það heyrðist óðamála rödd: — Þetta er flutningaskipið „Andrea S. Luckenback", sem kallar á New Jersey. Getið þið gefið upplýsingar um, hvort stórt skip sé að brenna úti fyrir strönd- inni? Tuckerton loftskeytastöðin svaraði strax, að þeim væri ekki kunnugt um neitt slíkt. Síðan varð alftur þögn í loft- inu. Allt sem Rogers hefði þurft að gera, var að blanda sér í samtalið og segja: Já, s.s. „Morro Castle" er að brenna. Við bíðum eftir fyrirskipun frá brúnni." Þetta gat ekki talizt SOS-merki, sem eingöngu má senda eftir beinni fyrir- skipan frá skipstjóranum. En nærstödd skip hefðu þá getað gert sér grein fyrir að illa stóð ó hjá „Morro Casde“. En Rogers 'hélt sér fast við reglurnar og sendi enga tilkynningu. Alagna hljóp út, en kom aftur éftir nókkrar mínútur. — Við verðum að senda eitthvað! taut- aði hann. Warms er alveg utan við sig og svarar ekki, þó maður ávarpi hann, og þama niðri er Ifjöldi manns innilok- aður og öskrar eins og dýr! Getum við ekki sent út SOS núna? Rogers hikaði, loks féllst hann á að setnda út CQ-merki. Það samsvarar ekki SOS, en felur í sér áskorun til allra skipa um að vera viðbúin þvi að mikil- væg tilkynning komi innan skamms. Rogers byrjaði að senda: — CQ — CQ — CQ — KGOV... Tluokertonstöðin svaraði samstundis kallinu, en allt í einu þagnaði Morro Castle. Það kom enginn rafstraumur frá vólarrúminu. Alagna og Rogers hjálp- uðust við að koma varasendinum í gang. — Farðu aftur upp í brú, sagði Rog- ers. Segðu Warms að þú verðir að fá fyrirskipun um að senda út SOS! Utan frá heyrðust hróp og fótatak ifólks, sem 'hljóp fram og aftur í algjörri öivæntingu. Rogers sat Wrr, og brátt dró úr hávaðanum úti fyrir. Farþagam- ir 'höífðu yfirgefið þetta svæði. Nú heyrð- ist aðeins brak loganna. AUt í einu fann Rogers 'fyrir miklum hita. Þegar hann teygði hendina niður á stálgólfið, var það svo heitt að hann gat dkiki snert iþað. Warms ráfaði um í brúnni, nær sturlaður. Þetta glæsilega skip var að verða að engu í höndum hans, og hann sá engin ráð til þess að koma skipulagi á björgun faiþeganna. Konum og börn- um var hrint hrottalega til hliðar. Nú gilti aðeins ein regla: bjargi sér hver sem getur... Einhver öskraði í eyra Warms — Skipstjóri! Hlustið á mig, í guðs nafni . .. við verðum að senda út SOS! Warms snéri sér við og horfði sljó- lega á Alagna. — Það er skip sem hef- ur séð okkur langt tilsýndar! flýtti Al- agna sér að segja. Warms tók um höfuð sér. —• Hvað viljið þið að ég geri? Hvað viljið þið... — Eigum við að senda út SOS? SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.