Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1917, Síða 170
15
Félagaskrá og stofnana, opinberir sjóðir o. fl.
BÆJAKSTJÓRN Reykjavíkur heldur
reglulega fundi 1. og 3. hvern fimtudag i
mánuði hverjum kl. 5 aíðd. í Goodtemplara-
húsinu. Hana skipa, auk borgarstjóra, sem
nú er einnig fulltrúi, 15 fulltrúar, kjörnir
til 6 ára, en 3. hluti gengur úr annað
hvort ár. ForBeti bæjarstjórnar er nú Sig-
hvatur Bjarnason bankastjóri, varaforseti
Magnús Helgason skólastjóri. Aðrir full-
trúar: Ágúst Jósefsson prentari, Benedikt
Sveinsson aðstoðarbókavörður, frú Guðrún
Lárusdóttir, Hannes Hafliðason skipstj., Jón
Magnússon forsætisráðherra, Jón Þorláksson
verkfræðingur, Jörundur Brynjólfsson kenn-
ari, Knud Zimsen borgarstjóri, Kristján V.
Guðmundsson verkam., Sigurður Jónsson
kennari, Sveinn Björnsson yfirdómslögm.,
Thor Jensen stórkaupm. og Þorv. Þorvarð-
arson prentsmiðjustjóri.
BÆJ ARYERKFRÆÐIN GUR hefir á
hendi verklegar framkvæmdir bæjarins og
er umsjónarmaður hafnargerðarinnar. Bæj-
arverkfræðingur er nú Þórarinn Kristjáns-
son cand. polyt. Skrifstofa hans er í Bruna-
stöðinni opin kl. 4—5 virka daga.
Halldór Guðmundsson
Elektrisk Installatör
Sími 547 Pósthólf 352
Reykjavík
Tekur að sér að unðirbúa, áætla
08 byggja Rafmagnsstöðvar,
útbýr einstök hús fyrir rafljós
og rafmagnsmótora.
Útvegar allskonar rafmagnsáhölð
w
BÆNDASKÓLAR eru 2 á landinu, stofn*
aðir með lögum 10. nóv. 1905. Annar er
bændaskólinn á Hólum. Skólastjóri er
Sigurður Sigurðsson (1. 1500 kr.). Kenn-
arar Jósef Björnsson (1. 1200 kr.) og Sig.
Sigurðsson (1. 1000 kr.). Hinn er á Hvann-
eyrl. Skólastjóri Halldór Vilhjálmsson (1.
1500 kr.). Kennarar Páll ZÖphónfasson'
(I. 1200 kr.) og Páll Jónsson (1. 1000 kr.).
Skólastjórar hafa leigulausan bústað.
DÓMKIRKJAN í Reykjavík, Kirkjustr.
16, úr steini, tekur um 800 manns. Mess-
að þar eða prédikað að jafnaði tvisvar hvern
helgan dag. Dómkirkjuprestar eru síra
Jóhann Þorkelsson f. próf., Suðurgötu 10
og sfra Bjarni Jónsson, Bergstaðastræti 9.
Organisti Sigfús Einarsson tónskáld, Trað*
arkotssundi. Innheimtumaður sóknargjalda
er bæjarfógetinn. Hringjari Bjarni Matt-
híasson, Melshúsum. Umsjónarmaður: Jón-
as Jónsson háskóla dyravörður. Kirkjan
var reist 1847 og hefir verið stórum bætt
með gagngerðum viðgerðum síðustu ár.
Sóknarnefndarmenn sjá sóknarnefnd.
VÖRU HÚSIfl
Landsins stærsta ullarvöruverzlun
Karla og kverma nær- og utanyfir-
fatnaður. Sængui fatnaður, rúm, fiður,
og alt tilh.
Fyrstaflokks karlmanna saumastofa
Stórt ú val fataefni
Vörur sendar urn land ajt gegn póst-
kröfu
Heildsala — Smásala.
ÓDÝRAST