Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1917, Qupperneq 239
153
Félagaskrá og stofnana, opinberir sjóöir o. fl.
154
SÝSLUMENN. Landinu er skift í 21
•sýslufélag og 5 kaupstaöi. S/slumenn eru
alls á landinu 17, en bæjarfógetar 5. Sýslu-
menn eru nút Kristján Linnet (settur) ,í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu (laun 3500 kr.),
Páll V. Bjarnason í Suæfellsness- og Huappa-
dalssýslu (1. 3000), Bjarni Þ. Johnson í
Dalasýslu (1. 2500), Guömundur Bjórnsson
í Barðastrandaraýslu (1. 2500), H. Magnús
Torfason í ísafjaröarsýslu (1. 3000), Halldór
Kr. Júlfusson í Strandasýslu (1. 2500), Ari
Jónsson í Húnavatnssýslu (I. 3500), Magn-
ús Guðmundssou í Skagafjarðarsýslu (1. 3000),
Páll Einarsson f Eyjat'jarðarsýslu (1. 3000),
Steingrímur Jónsson í Þingeyjarsýslu (1.
3500), Jóhannes Jóhannesson í Norður-
Múlasýslu (1. 3000), Guðmundur Eggerz í
Suður-Múlasýslu (1. 3000), Sigurjón Mark-
ússon í Skaftafellsýslu (1. 3000), Karl Júl-
íus Einarsson 1 Vestmannaeyjum (1. 2000),
Björgvin Vigfússon í Bangárvallasýslu (1.
3000), Eiríkur Einarsson (settur) í Arnessýslu
<(1. 3500), Magnús Jónsson í Gullbringu- og
Kjósarsýslu (1. 3000).
Bæjarfógetar eru sem stendur:
Siguiður Eggerz (settur í Reykjavík) (1.3000),
Magnús Torfason á Isafirði (1. 500), Páll
Einarsson á Akureyri (1. 500), Jóbannes
Jóhantiesson á Seyðisfirði (I. 500), Magnús
Jónsson í Hafnarfirði (1. 500).
SÆNGURK V ENN AFÉLAGIÐ, stofnað
1873 með þeim tilgangi að gefa sængur-
konum mat og föt á hið nýfædda barn.
Eignir: í sparisjóði 86 kr. Félagið gaf í
fyrra 200 kr. í Landsspitalasjóðinn. Tala
félaga 7. Form. Elín Stephensen lands-
.höfðingjafrú.
SÖFNUNARSJÓÐUR ÍSLANDS, stofn-
aður með lögum 10. febr. 1888 til »að
geyma fé, ávaxta það og auka, og útborga
vextina urn ókomna tíð, eftir því sem upp-
haflega er ákveðið, sem og styrkja menn
til að safna sór sórstakri upphæð«. Sjóður-
inn nam í árslok 1915 um 655 þús. kr.,
en varasjóður 35 þús. kr. Framkvæmdar-
stjórl Eiríkur Briem prófessor, gæzlustjórar
Magnús Stephensen fyrv. landshöfðingi og
Tryggvi Gunnarsson f. bankastj. Féhirðir
síra Vilhj. Briem. Bókari Richard Torfa-
son bankabókari.
SÖGUFELAGIÐ, stofnað 7. marz 1902
með þvf ætlunarverki, »að gefa út heimild-
arrit að sögu Islauds í öllum greinum frá
því á miðöldum og síðan, og í sambandi
við þau ættvi.'i og mannfræði þessa lands«.
Fólagstillag er 5 kr. um árið. Eignir 31.
des. 1916 taldar kr 17960,40 a. Fólagatal
330. Form. dr. Jón Þorkelsson þjóðskjala-
vörður, skrifari Jón Jónsson docent, gjald-
keri Klemenz Jónsson f. landritari, aðrir
stjórnendur Einar Arnórsspn prófessor og
Hannes Þorsteinsson skjalavörður.
SÖNGFÉLAGIÐ 17. JÚNÍ, stofnað haust-
ið 1911. Ber nafn af aldarafmæli Jóns Sig-
urðssonar. Fólagar 19. Stjórn: Ólafur
Björtisson (form.), Einar Kvaran (ritari),
Viggó Björnsson (fóhirðir), Söngstjóri er
Sigfús Einarsson tónskáld.
TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR, stofnað
8. október 1900. Markmið að efla skák-
list á íslandi, og gefa félagsmönnum tæki-
færi til að tefla saman. Árstillag 5 krónur:
Stjórn : Pótur Zophoníasson formaður, Stefán
Ólafsson skrifari, Haraldur Sigurðsson verzl-
unaimaður gialdkeri. Fólagsmenu geta
komið saman a hverju kvöldi yfir vetur-
inu ( herbergi fólagsius, nú í Aðalstræti 8.
THORVALDSENSFÉLAGIÐ, stofnsð 19.
uóv. 1875 á afmælisdegi Alb. Tborvaldsens,
sama dag og afhjúpaður var minnisvarði
hans á Austurvelli í Reykjavík, í þeim til-
gmgi »að reyna að styðja að almennings-
gagtii, að svo mikiu leyti sem kraftar fó-
lagsins leyfa, einkum þó þvf, sem komið
getur kvenfólki að notum«. Styður eftir
föngum fsl. heimilisiðnað. Fólagatal (auk
2 heiðursfólaga) 62, alt kvenfólk; árstillag
2 kr. Stjórn: landlæknisfrú Þórunn Jón-
assen (form.), landshöfðingjafrú Elfn Step-
hensen, frú Sigríður Pálsson, frú Guðríður
Arnason og frú Katrfn Magnússon.
Thorvaldsensbazar, Austurstræti
4, opinn kl. 9—8. Fólagið átti fyrir nokkr-
um árum 4000 kr sjóð, er það varði í
húsnæði handa sór, húseigninni i ■ Austur—
stræti 4, tók lán fyrir því, sem á vantaði,
en stofnaði 29. marz 1906 nýjau sjóð,
Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfólagsins, sem
nú er orðinn 10—11 þús. kr,, og á að nota