Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1917, Page 246
167
Viðauki við félagaskrá og stofnana, opinberir sjóðir o. fl.
168
tryggja Reykjavik mjólk með því að sjá
um að mjólkurframleiðslan geti borið sig
og að mjólkurverðið haldist í hendur við
hækkun kaupgjalds og verðhækkun kraft-
fóðurs m. m. Tala fólagsmanna um 100.
Stjórn: Þorlákur Vilhjálmsson bóndi á
Rauðará form., Lárus Hjaltested bústjóri á
Sunnuhvoli ritari, Helgi Jónsson bóndi í
Tungu fóhirðir.
RÖNTGENSTOFN UN HASKÓLANS
hefir starfað frá því í apríl 1914 að skoð-
un og lækning Bjúklinga með Röntgens-
geislum. Opin virka daga kl. 9—‘TO',
Hverfisgötu 12. Læknir: Gunnl. Claessen.
SANDEY, hlutafólag með 10 hlutum,
stofnað til þess að gera fagra sumarbú-
staði á Sandey í Þingvallavatni. Eign
eyjan Sandey (á stærð við Engey), með
eggverum og silungsveiði. Stjórn: Einar
Gunnarsson og Þórður Sveinsson.
SÍMAMANNAFÉLAGIÐ (Fólag íslenzkra
símamanna) stofnað 27. febr. 1915 til að
útbreiða þekkingu á rafmagnsfræði og öðru,
er snertir síma, meðal starfsmanna lands-
simans og annara, er áhuga hafa lyrir þeim
málefnum. Ennfremúr á fólagið að gæta
hagsmuna símamanna. Eignir fólagsins eru:
bóka- og tímaritasafn .og sjóður 3—400 kr.
Tala fólagsmanna er 50 og eru þeir ailir
starfsmenn á 1. fl. stöðvum landssímans.
í stjórn fólagsinB eru: O. B. Arnar form.,
Þórhallur Gunnlaugsson ritari, Kristiana
Blöndahl gjaldkeri. Meðstjórnendur: Val-
gerður Einarsdóttir og Friðbjörn Aðalsteins-
son. Fólagið gefur út mánaðarrit, >Elek-
tron«, og eru íritnefnd: Fr, Aðalsteinsson,
Þorsteinn Gíslason og O. B. Arnar ábyrgð-
armaður).
LEIÐRÉTTINGAR: Sænskurkon-
s ú 11 í Keykjavík er alveg nýskeð skipað-
ur H, Tofte bankastjóri.
Eitt nafnið í stjórn Thorvaldsensfólagsins
(bls. 154) hefir misprentast Guðríður í stað
Guð r ú n Arnason.