Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 73
6 7
Oddur prestur, son Gísla biskups Magnússonar á
Hólum, var vígöur til Miklabæjar í Blönduhlíð, —
en aukakirkja þaöan er Silfrastaðir, — árinu eptir
Sandvoriö 1767. Bjó hann fyrst ógiptur um hríö
með ráöskonu þeirri, er Solveig hét, ættuð úr Fljót-
um; er sagt hún væri rösk og kynni handiðnir.1)
Var það mælt, að hún vildi eiga prest. Oddur prest-
ur kvongaðist 1777 og fékk Guðrúnar dóttur Jóns
prests Sveinssonar prests Pálssonar prests; héldu
þessir feðgar allir Goðdali. Jón prestur dó 1798, átti
Steinunni Ólafsdóttur Þorlákssonar. Systkin Guð-
rúnar voru Þorsteinn stúdent í Gilhaga, síðar i
Húsey, og Ragnheiður, er átti Þorlák í Bakkakoti,
auðugan bónda. Þá er prestur hafði fengið Guð-
rúnar, tók Solveig fásinnu mikla, [og fór jafnan
vaxandi2), og var talið, að mjög setti hún fyrir
sig, að hún fékk eigi að ganga með presti, en var
þó á vist með honum. Kom svo, að sterkar gætur
voru á henni hafðar, og allur voði frá henni tek-
inn, með því að hún vildi fara sér. Guðlaug hét
mær ein um tvitugt, Björnsdóttir prests frá Ár-
skógi, systir Snorra prests á Hjaltastöðum3) og
Jóns snikkara í Hjaltastaðakoti. Var hún að vist-
um á Miklabæ, og skyldi gæta Solveigar og sváfu
þær saman. Nú var það miðvikudag einn á föstu,
er prestur söng á Silfrastöðum, meðan lesiö var á
Miklabæ, að Solveig bað Guðlaugu að ljá sér hníf
er hún átti, en Guðlaug var látin geyma; vildi hún
spretta nokkru með honum. Varaðist Guðlaug það
!) Svo a, handvirðir b, þ. e. hannyrðir.
2) [ b. v. b.
3) í ÞjóSsögum J. Á. er GuSlaug þessi sögS systir séra
Snorra á Húsafelli, og er það auðvitað hin mesta fjar-
stæða. Sá er þá sögu setti saman, hefur ekki þekkt nema
einn séra Snorra Björnsson (þ. e. á Húsafelli).
5*