Blanda - 01.01.1928, Page 80
74
ist Krossinn í Kallaöarnesi taka aö hrifa hngi
manna. En aö honum eyðilögöum varö Strandar-
kirkja ein hjálparhellan.
Af máldögum Kallaðarneskirkju, Biskupasögum,
Fornbréfasafni og Annálum á ýmsurn stöðum, má
ráöa í þaö, að áheit, aösókn og sálugjafir til Kross-
ins í Kallaöarnesi hafi komizt á hæsta stig síðari
hluta 15. aldar og fram undir miðja 16. öld. Já,
— meira aö segja — allt fram um fyrstu 2 ára-
tugi siðabótar.
Sökum Krossbakk a-nafnsins í Ivallaðar-
nesi, og þess, að kirkjan þar var vigð og tileink-
uð hinum helga k,rossi, get eg þess til, að
kross hafi verið reistur í fyrstu kristni þarna á
bakkanum, við aðal-ferjuna á Ölfusá.1 Einfaldur
trékross mátti það vera, og reistur þegar árið 1000,
eða áður en efni og tími vannst til þess, að byggja
fyrstu kirkjuna í Kallaðarnesi. Þarna við ferjuna
var auöveld áning og aðsókn ferðamanna og fólks
úr næstu sveitum í Flóa og ölfusi. Mátti því vel
syngja þar messu að krossi (á litlum hól, en slétt-
ar flatir umhverfis), á sama hátt og gert var á
aíþingi við krossa þá, er Ólafur konungur sendi, og
Hjalti lét reisa í „skarðinu eystra“ á Þingvöllum,
viö Almannagjá. (Og ekki sýnist mér það furðu-
1) Ferjunum yfir Ölfusá, Krossbakka m. m., er lýst
nokkuð í Árbók Fornleifafél. 1927. Telja má líklegt að í
fyrstu kristni og fyr, hafi víða hér á landi verið reistir ein-
faldir trékrossar, til þess að minna á trúrækni við kross-
inn Krists, og hafa þar helgar bænastundir, þó ekki væru
þar sungnar messur. Bendingar gefa um þetta bæjanöfnin
mörgu — ekki færri en 40 — sem eru kennd við kross.
Lika er kunnugt að krossar voru reistir á fleiri býlum en
við þá eru kennd, og þar að auki á víðavangi —■ allt fram
á iS. öld á einum stað a. m. k. eystra.