Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 203
197
þaÖ varð. Þessi misþokki milli þeirra biskups og
prófasts jafnaðist samt von brá'ðar, líklega í visitasíu
biskups þar eystra sumarið 1657, og 20. okt. 1658
í Skálholti fékk biskup séra Magnúsi full umráð yfir
Hörgslandi til allra landsnytja, og skyldi hann ann-
ast 4 ómaga til fæðis og fatnaðar, húsa og þjónustu
etc., og skyldu þessi umráð hans hefjast í fardögum
1659, °S standa 12 mánuði. Mun séra Magnús þá
fyrst hafa flutt búferlum að Hörgslandi, en búið áð-
ur á Prestsbakka. Síðar (25. sept. 1660) fékk séra
Magnús byggingarbréf hjá biskupi fyrir Hörgslandi
til næstu 3 ára, og svo jafnan endurnýjun þess, með
þeirri ívilnun, að ómagarnir skyldu aðeins vera 3, og
hélzt það, svo lengi sem Brynjólfur biskup lifði, og
síðar hjá Þórði biskupi.
Um það leyti, sem séra Magnús flutti að Hörgs-
landi, gerði hann þau afglöp í embættisverkum, að
nærri lá algeröum embættismissi, ef Brynjólfur bisk-
up hefði ekki vægt honum, og kom sér þá betuf
fyrir prófast, að þeir voru orðnir sáttir. En þessu
var þannig háttað, að séra Magnús, sem verið hefur
allmikill drykkjumaður, var svo drukkinn, er hann
tók fólk til altaris á hvítasunnudag (22. maí) 1659,
að þrír menn urðu að styðja hann fyrir altarinu, og
gat hann ekki flutt rétt fram „Faðir vor“ og bless-
unarðorin við helgun brauðsins og vínsins, öðru vísi
en svo, að einn sóknarmaður (Bótólfur Hinriksson)
minnti hann á, í hálfum hljóðum, og gat prófastur
þá haft orðin rétt upp eptir honuni. Því næst sneri
prófastur sér fram með stuðningi, og hjálpuðu
3 menn honum til skiptis við útdeilinguna, en
þá vildi það óhapp til, að nokkuð af hinu helgaða
brauði datt úr patínunni, sem prófastur hélt á, nið-
ur á gólfið, og voru þá margir eptir, er ætluðu að
vera til altaris. Þeir, sem voru í kórnum og sáu van-