Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 213
207
ur aÖ sjóarbændum, var fullorÖið ýsubandið á 12 skild-
inga, en ekki selt sem nú, eptir pundatali, og þótti
þá dýrt. — Þá færöu bændur frá í 10. viku sumars
og höfðu í seli, sem þá þótti stór hagur. Valgerður
sál. systir mín, sagði mér, þá hún var unglingur hjá
móður sinni í Djúpadalsseli, hafi eitt sumar verið
þar í selinu ekki fullar 90 ær, 2 snemmbærar kýr
mjólkandi og 1 síðbær, 1 vorbær og 1 kálflaus, er
mjólkaði lítið. Úr þessum peningi var málsskakan 10
pund. — Á hverju sumri kom daglaunafólk að sunn-
an hér norður, var því goldið í kaupið peningar,
smjör, skinn og fleira. Á haustin áttu bændur mörg
ílát af súrmat, lögðu þeir þá frá til búsins opt 20
sauði og sumir fleiri og svo lömb og veturgamalt.
Opt slepptu bændur nokkrum ám úr kvíum, helzt
gömlum og rýrum, og ráku þær til fjalls í 18. viku
sumars, til þess að þær fitnuðu, svo voru þær skorn-
ar úr veturnóttum. Lika lögðu bændur frá nautgripi
til slátrunar, en sárfáir hross, til aS borða þau, kjöt
þeirra var haft handa kúm og kindum og reyndist
vel. Á þeim árum voru flest folöld skorin og höfð
handa hundurn, nerna undan góðhrossum og úrvals-
dugnaðarhrossum; varð aðeins alið upp i stað þeirra,
er lögð voru að velli, því þá voru markaðir ekki tíðir.
Þá eg var 10 ára man eg að grósseri Höepfner hélt
markað á Silfrastöðum, — þá bjó faðir minn þar, —
og borgaði allt í ensku gulli.
Þá voru tíðlega seldir hestar á 9—10 spesíur, en
hryssur á 8—9 spesíur, en góðhestar 15—20 spesíur,
en það þótti afarverð. Þetta sá eg opt.
Um 1860 voru þrír búðargarmar á Sauðárkróki
úr torfi, er sjómenn höfðu til skjóls, en eptir það
fóru menn að byggja þar. Fyrstur manna byggði þar
Árni Árnason „klénsmiður“, og var þá farið að
byggja þar af fleirum. Fyrst verzlaði þar Hallur Ás-