Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 201
i95
um vanda staddur, en orði'ð síðan allsmeikur við
hefndir frá hans hálfu, og eignað honum, lifandi eða
apturgengnum, dauöa fyrri konu sinnar.
Um 1636 átti séra Magnús í einhverjum erjum við
Pétur föður sinn út af samningi (arfsali?) er þeir
höfðu gert sin á milli, ogPétri þótti vanhaldinnaf syni
sínum. Skarst Gisli biskup Oddsson í þetta og ritaði
séra Magnúsi (í maí 1636) að taka þessu vel og gæta
skyldu sinnar og heiðurs, en hleypa þessu ekki til
málsókna á þingum, því að það væri ógæfusamlegt
fyrir svo náskylda menn etc. Hefur séra Magnús
líklega tekið þessa aðvörun biskups til greina, og lát-
ið heldur undan síga gagnvart föður sínum. Sama
árið, 17. okt. 1636, var séra Magnús skipaður af bisk-
upi prófastur í Skaptafellssýslu í stað séra Högna
prófasts Jónssonar á Stafafelli, er þá missti prests-
skap, og hafði séra Magnús það embætti á hendi til
dauðadags eða samfleytt 50 ár, og hefur enginn
prestur á siðari öldum þjónað svo lengi prófasts-
embætti hér á landi, nema séra Páll Björnsson í
Selárdal, er var prófastur yfir 50 ár (fyrir 1652—
1704). 21. júní 1640 afhenti séra Magnús Kálfafell,
en tók þá Þykkvabæjarklaustursprestakall, og hefur
þá flutt að Mýrum. Þjónaði hann því brauði 10 ár,
jafnlengi og Kálfafelli, og fékk Kirkjubæjarklaust-
ursprestakall eptir lát séra Sveins Bjarnasonar 1650, því
að þótt sumstaðar sé sagt, að hann hafi tekið við því
brauði 1652, þá mun það miður rétt, en vera má, að
hann hafi ekki tekið við ábúð á lénsjörð prestakallsins
(Prestsbakka) fyr en þá, hafi ekkja séra Sveins ver-
ið þá á lífi og notið náðarárs 1651—1652. En atvik-
in að því, að séra Magnús tók Hörgsland til ábúð-
ar, voru þau, er hér greinir. Spítalinn á Hörgslandi,
er þá var nýstofnaður, stóð undir yfirumsjón Skál-
holtsbiskups og lögmannsins sunnan og austan, en
13*