Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 163
i5 7
á SuSurlandi, og ef eins vel hefÖi tekizt a'Ö þæfa
og pressa þennan vefnað, eins og að vinna og vefa,
mundi hann hafa samboðið meðalklæði útlendra
þjóða. Lika voru þá sumsstaðar ofnir hálstreflar, sjöl
og klútar; allt þetta skýldi fullt svo vel sem silki og
léreptsfiður kaupmanna, og margt af því ekki ljótt
á litinn. 011 ullartóvinna tók langmestum framförum
i Eyjafirði, og þar lærðu menn líka að bæta ull sína
með betruðu fjárbragði. Hatta og saumnálar fóru
menn þá fyrst að læra að búa til; ei voru hattar þeir
síðir né fagrir, en þénanlegir til að bera af slettu, og
að öðru spurði þörfin ekki. Að smiðir vorir bjuggu
til saumnálar, hvartil þá vantaði öll verkfæri, vottaði
sérlega handlægni. Höfuðkambar og ullarkörrur,
bæði af járni og látúni, voru þá almennt til búnir.
Af öllu, sem menn þörfnuðust í ófriðartíðinni var
járn og brýni, sem bágast var að bæta sér, og hefði
orðið óbærilegt, ef lengi hefði þurft á að halda.
Menn notuðu þá allt, sem þess kyns var. Gamlir brýn-
iskubbar voru hiitir og settir upp í spýtu eða horn.
Þar sem var mókennt stuðlaberg, var það sprengt
og klofið til að brýna á; væri það ofhart, var það
brennt i eldi til að mýkja það; líka slípuðu sumir
eggjárn, þá vel eggjuð voru, með sléttu stáli; sömu-
leiðis var járnarusl hirt og nýtt, enda rær og nagla-
hausar og búnar til niðurfellur til ljáa og ýmsra egg-
járna; gamlar, uppbarðar sleggjur, hamrar, járn-
karlar, akkersleggir og flugir o. fl. ýmislegt rusl,
yfirhöfuð allt af járni, sem missast mátti, var meitl-
að og brotið og brúkað til siníða. Líka smíðuðu sum-
ir hornskeifur undir hesta, beizlisstangir, ístöð o. fl.
sem neyðin kenndi mönnum þá að hagnýta. Einkum
aptraði dýrleikinn og vaninn mönnum, fyrst eptir
stríðstímann og aðflutningaleysið, frá að kaupa
drykkjuvörur og ýmsan óþarfa frá útlöndum, og