Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 300
294
Er svo aS sjá, sem ekki hafi allt verið hrekkjalaust
af hálfu séra Jóns í viöskiptum þeirra biskups, þótt
biskup geri eflaust meira úr því en veriÖ hefur, en
eptir því sem kunnugt er um skaplyndi prests, munu
hinar tíðu og allóþyrmilegu skuldakröfur biskups hafa
hleypt kergju í klerk, og hann ekki getað stillt sig
um a'Ö espa hann með undandrætti og smávegis
áleikni, en verið fátækur og átt erfitt með að borga,
óskilunum valdið fremur getuleysi en viljaleysi, held-
ur en hvorttveggja.
Skömrnu eptir að séra Jón var kominn suður í
Skaptafellssýslu, andaðist faðir hans, Sigmundur pr.
í Ásum, i janúar 1676, og kusu þá Ásasóknarmenn
séra Jón til prests eptir hann (2. febr. 1676), en
Bjarni Eiríksson, er þá bjó á Búlandi, lýsti yfir hinu
sama, að því er snerti Búlandskirkju. En eigendur
Skálarkirkju allir nema einn (Jón Fabíansson í Flögu,
mágur séra Jóns) kölluðu séra Ketil Halldórsson
á Mýrum til prests, og studdi Þórður biskup hann,
en vildi ekki samþykkja kosningu séra Jóns, sérstak-
lega af því, að hann kvað sér ókunnugt um, hvernig
hann hefði skilizt við á Desjarmýri, en gaf honum
kost á að fá Þykkval)æjarklaustursbrauð, er séra Ket-
ill hélt, og varð það úr, að séra Ketill tók Ásapresta-
kall, en séra Jón Þykkvabæjarklaustur, og hefur
þetta verið 1676, og séra Jón þá liklega flutt að Mýr-
um, þótt hann muni ekki hafa fengið reglulega veit-
ing fyrir brauðinu fyr en 1677. — Skömmu eptir, að
hann var þangað kominn, hófst ósátt milli hans og
ábúandans á Þykkvabæjarklaustri, Sigurðar Einars-
sonar (sýslumanns Þorsteinssonar). Bar Sigurður
meðal annars á prest, að hann hefði útdeilt blönd-
uðu eða óhreinu messuvíni, en prestur kenndi Sig-
urði um, að hann hefði spillt víninu. Var þetta á
árunum 1681—1683. Leyfði biskup (2. jan. 1682)