Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 367
3Ói
mála, en Gísli sonur hans og fólkiÖ stóÖ hlæjandi
á hlaðinu.
Séra Hjálmar og GuÖrún kona hans Gísladóttir
fóstruðu upp sum börn dóttur sinnar Margrétar og
Jóns á Brekku; tóku fyrsta barn þeirra, sem GuÖ-
rún hét, og ólu alveg upp, þangaÖ til hún var full-
orðin. Þar var einnig piltur, sem þau ólu upp jafn-
hliða henni, Bjarni að nafni Auðunsson, og þótti
presti mjög vænt um hann, og hrósaði honum mjög
fyrir dugnað og fyrirhyggju í öllu, og hafði hann
sem ráðsmann með sér á búi sínu. En svo fór, að
Guðrún, dótturdóttir prests, varð þunguð eptir
Bjama, og likaði presti stórilla og ætlaði að reka
Bjarna burtu, en Guðrúnu konu prests þótti ekki
minna varið í Bjama en fósturdóttur sína, og seg-
ir hún við mann sinn einn sunnudagsmorgun:
„Farðu nú, gæzkan mín, að lýsa með honum Bjarna
og henni Guðrúnu.“ „Nei,“ segir prestur, „andskot-
inn hafi það, hann fær hana ekki, þegar hann fór
svona að því.“ „Og láttu ekki svona, gæzkan mín,“
segir kona hans, „Guðrún er ekkert ofvæn handa
honum, og þú launar honum þá svo trúa þjónustu
og dyggð sína að reka hann nauðugan burt.“ „Þú
segir meira en satt, gæzkan mín,“ svarar prestur,
„og hvar er sálmabókin og komdu með hana út í
kirkjuna, ásamt fólkinu okkar.“ Og þá er allt búið
og prestur lýsti. Og ekki hefði Guðrún orðið á flat-
hólma stödd hjá Bjarna, þótt hún hefði lifað hjá
honum, því að hann keypti hálft Stóra Sandfell, og
ætlaði að fara að búa þar, en Guðrún dó af barns-
burði að öðru barninu og Bjarni litlu síðar. Hann
var bróðir Árna, sem lengi hefur búið á jörð sinni
Úlfsstöðum á Völlum, og verið mesti ráðdeildar-
maður.
Árið sem Gísli læknir var á Hallormsstað hjá