Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 125
er þau höfðu fá ár saman verið. Var þá Þórdís syst-
ir hennar ráðakona með honum lengi síðan, til þess
hún dó; gerðist þá Gróa dóttir hans ráðakona hans
nokkur ár. Síðan fór Guðný Jónsdóttir, bónda frá
Austaralandi í Axarfirði, til hans að ráðakonu.og var
það nokkur ár, þar til hann giptist henni, því ella vildi
hún á braut verða. Sagði hann henni þó, að það
væri ekki til annars, en að hún hefði fyrir sér i
körinni, og yrði að þjóna sér. Þótti það verða að
spámæli, því hálft annað ár var hann á fótum, eptir
það hann fékk hennar, og fórst henni vel við hann
í körinni. Hafði hann verið 42 ár í milli kvenna, er
hann giptist Guðnýju, og var það miklu síðar en
áður er sögnum komið. — Eptir andlát Jóns prests
Þorvaldssonar, fékk séra Stefán Presthóla1), og
nokkru siðar varð hann prófastur í Þingeyjarþingi.
Þórdís Jónsdóttir, systir konu hans, er þá var önduð,
varð ráðakona hans eptir lát hennar, sem fyr segir;
varð hún þunguð og ól sveinbarn, er hét Ámi2).
Var sá sveinn kenndur húskarli prófasts, er Þorsteinn
hét, og nokkuð svo farið dult með í íyrstu. Var það
jafnan síðan í flimtingi, að prófastur mundi faðir
að sveininum. Má það eitt til dæmis telja, að sá mað-
ur, er Ari hét, kallaður Galdra-Ari3) Jónsson prests
greipaglennis Einarssonar prests galdrameistara Niku-
lássonar, átti son þann Illhugi hét; kallaði Ari hann
Litla skelmir, sem í gamni. Þá Stefán prófastur
heyrði það, kvað hann:
Ekki er á öðru von,
eptir þanka mínum,
1) Hann fékk brauðiS 1749, við uppgjöf séra Jóns, er
andaðist 30. des. 1750.
2) Það var 1754.
3) Sjá um hann í Blöndu III, 362, 369—372.