Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 167
er þaS birti kom á veður æsilegt meÖ brimöskri
ógurlegu, kafaldshríð og frosthörku. Ætla menn, að
flestir tæki þá til segla, og hefur svo sagt Jóhannes
Jónsson, sem var þá háseti Ásgeirs prófasts, að hvin
mikinn væri að heyra, þá veðrið skall á me'ð dimm-
viðriskafaldi og frosti, svo að við ekkert varð ráðið.
Lét prófastur þá til segla taka. Sáu þeir þá, að skip
eitt sigldi allnálægt þeim, og ætluðu það Jón silfur-
smið, og það aö sundur brotnaði seglrá á því skipi
og hvarf þaö þegar. Litlu síðar rifnaði segl Ásgeirs
prófasts; eptir það sigldi hann með skautinu; bað
hann menn vera hughrausta og biðja guð fyrir sér.
Síðan vissu þeir ekkert hvað leið, allt til morguns
eptir. Sáu þeir þá lítinn heiðbirtuglugg, og birti þá
þegar allt i einu. Kenndu þeir þá, að þeir voru komn-
ir á miðjan Arnarfjörð, og þá sáu þeir 3 skip kom-
m undir Svalvogahamar; varð hans skip þar hið 4.
Var það þá, að hann gisti hjá Sigurði presti mági1)
sínum á Rafnseyri, og var þar vel fagnað, er hann
hom úr svo hættulegum hrakningi. Var hann allur
sem eitt klakastykki, og var það til dæma talið, að
fyrir því, að hann var hærður vel, var allt samfrosta:
hatturinn, hárið og granatoppar hans, sem klambur
eitt og þurfti eyktartíma til að þiða, svo að sundur
næðist; má af því ráða, hversu þrekaðir þeir menn
voru af vosbúð og kulda, sem af komust í því veðri.
En það er frá Jóni Guðmundssyni (frá Kirkjubóli)
að segja, að með honum var sá maður á skipi, sem
Jón hét Jónsson; sagði hann svo frá, að í þeim mikla
veðuræsingi og brimi, er þeir sigldu upp, sáu þeir
J) Lei'or. fyrir „frænda“ í hdr. Séra SigurSur og Þór-
'hs, systir séra Ásgeirs, voru foreldrar Jóns SigurSssonar,
e( bá hefur veriÖ tæplega árs gamall. Séra' Ásgeir varÖ
s'Öast prestur í Holti og drukknaöi þar 1835. (H. Þ.)
Blanda IV.
XI