Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 217
211
hvaÖ margir voru nætursakir. Er hér sú tala rétt: 305
komu og fengu góÖgerÖir, 5 komu og fengu ekki
góðgerðir, 84 voru næturgestir og fengu auðvitað
góðgerðir kveld og morgun; hefur þurft að leggja
talsvert til bús handa þessu og svo því líku allt árið.
Þá var tekinn rninni kornmatur en nú, sem nærri má
geta, þar eð ekki komu á Skagafjörð nema 2 skip á
Hofsós árlega, þar til spekúlantar fengu uppsiglingu,.
þá bötnuðu prísar vegna samkeppni og varð ull opt
í háu verði. Þá voru engar vélar til hjá bændum og;
ekki svo vel að væru til ísasleðar, svo sem nú tíðk-
ast, nema hjá einstaka manni. Margir áttu þó hjól-
börur, þar sem þeim varð við komið. Sárfáir gerðu
jarðabætur, áttu þó sumir peninga, er þeir fengu sum-
ir hjá kaupmönnum, og keyptu þá jarðir fyrir þá.
Fengu þeir peningana rentulausa, ef þeir verzluðu
stöðugt við þá. Þetta sagði mér gamall bóndi, sem
var ríkur þá hann bjó.
Þá var verö á útlendri vöru: rúgur á 11 rd. og
stundum minna, helzt ef lausakaupmenn voru, optast
voru grjón þrem dölum dýrari, kaffipundið á 32 sk.,
kandís á 22 sk., brennivín á 14 sk. til 16., neftóbaks-
pd. 4 mörk, munntóbak, 5 punda rullan, á 5 mörk.
Var þetta í sumarkauptíöinni, en á veturna stigu vör-
ur þessar upp, kaffi, sykur og brennivín um 4—6
sk., rjól ekkert, munntóbak upp í 9 mörk. Opt fylgd-
ist að verð á kaffi og haustull á veturna. Kaffirót
var á 16—20 sk., rúsínur á 8—12 sk. pd., hveitibrauð
9—10, svartabrauð 4—6. Þá fluttist mikið af rommi,
extrakt og mjöð, og man eg eigi verð á því, en mjöð
°g extrakt var mjög ódýrt. Þá var voða drykkjuöld,
uienn riðu i stórflokkum saman hér og þar og voru
ölvaðir, og verst var, að sá ósiður var lengi, að menn
riðu út á helgum dögum í drykkjuslark, og bar þá
°pt við, að menn komu illa útleiknir heim að kveldi
14*