Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 215
209
hver var frjálslyndur. Opt skáru húsmenn og lausa-
menn fé á haustin og- seldu aptur á veturna, þegar
út á kom, kjöt og tólg bændum þeim, er þess þurftu,
fyrir peninga og fé, og létu mætast eptir gömlu lagi,
vætt á móti framgenginni á og hálf vætt móti geml-
ingnum framgengnum. En alla haustullina geymdu
þeir til sumars og drýgðu svo ullarinnlegg sitt, og
græddu hvaÖ mest á þeirri verzlun, því misjafnt gáf-
ust fó'ður á þeim árum, og sköðuðust menn opt á
því. Voru þá opt hörð ár, lagðist vetur þá einatt að
um fyrstu göngur meS voðaáhlaupum, fóru þá kýr
á gjöf og fé á hirðingu. Vetrar voru þá sumir mjög
harðir framan af og það til góu, þá fór optast nær
að batna, og var þá opt bezta tíð fram úr, og vorin
optast góð og góð grasár opt. Á vorin komu þó opt
snjóhret, sem þó vöruðu stutt og gerðu ei tjón. Þá
slógu flestir með íslenzkum ljáum, einjárnungum,
hituðu þeir þá í smiðjueldi og klöppuðu á steðja við
viðarkol fyrst, þar til steinkol fluttust. Var þá smiðja
á hverjum bæ, enda voru þá víða góðir smiðir á fyr-
nefndu árabili, var fólk þá mjög vinnuveitt. Þá var
skipt verkum milli vinnumanna, og gættu sumir sauða,
og var sá maður útgefinn við þá hirðingu, því opt
var langt á sauðahúsin, aðrir hirtu ær og lömb, og sá
þriðji kýr og hross og malaði korn og sótti vatn í
bæinn; opt hirtu bændur lömb sín sjálfir. Þegar allir
voru komnir inn í bæ frá fjárgeymslunni, þá var
setið í rökkrinu og sagðar sögur, svo sem i—iýú
kl.tíma. Þá var kveikt, og voru brúkaðir tvöfaldir
járn- eða koparlampar, og var látið í þá ýmist þorska-
eða hákarlslýsi, og kveikir ýmist úr ljósagarni eða
fífu. Þá settust allir að vinnu, svo sem að vefa,
spinna, prjóna, kemba og fleira; þó var einn látinn
kveða rímur, og þótti það góð skemmtun, þegar vel
var kveðið; líka voru lesnar sögur og lífgaði þetta
Blanda IV. 14