Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 15
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
11
Þegar litið er yfir allt þetta efni kemur í ljós, að Illuga saga virðist
vera eina fornaldarsagan þar sem orðafarstengsl eru til stuðnings öðr-
um rökum um skyldleika fornaldarsögu og danskvæðis, eina sagan
þar sem þess er að vænta að textasamanburður (auk athugana á sögu-
efni) geti leitt til aukinnar vitneskju um tengsl þessara bókmennta-
greina. Hrómundar saga er t. d. aðeins til í gerð sem samin er eftir
rímum, og ‘serskilde sogeformer’ benda óneitanlega í aðra átt en til
hinna rituðu fornaldarsagna. Vafalaust hafa dansaskáld oft farið eftir
öðrum sögugerðum en þeim sem skrifaðar voru á bækur á íslandi.
Mjög erfitt er að ákveða aldur dansa með nokkurri vissu, og er því
eðlilegt að Liest0l reyni að finna tímasetningarrök í sambandi dansa
við kunnar fornaldarsögur. En hér reynist erfitt að finna traustar við-
miðanir, því að fomaldarsögurnar ‘hev livt lenge, og lange tider gjekk
fleire utviklingsformer jamsides . . .’ Um Illuga sögu tekur hann upp
hina gömlu skoðun um aldur hennar, að hún sé líklega frá því um
1300, og hann álítur dansinn ekki geta verið mjög miklu yngri, því að
miklar breytingar séu um garð gengnar í elztu uppskriftinni, sem er
frá því um 1550.8
Engar knýjandi ástæður eru til að telja aldur hinnar rituðu forn-
aldarsögu svo háan. Að vísu mætti hugsa sér, að einhver aldursrök
fyndust í máli og stíl, en það hefur ekki verið rannsakað. Illuga saga
er ekki varðveitt í neinu safnhandriti fornaldarsagna frá miðöldum.
Mætti vænta þess að hún hefði verið tekin með í eitthvert slíkt safn,
ef hún hefði þá verið kunn. Elzta handritið, AM 123 8vo, er að vísu
á skinni, en eigi að síður er það naumast miklu eldra en frá því um
1600.9
í efni og byggingu sögunnar bendir ekki heldur neitt sérstakt til hás
aldurs. Helzta efni sögunnar er á þessa leið:
Hetjuefnið Illugi elst upp í koti skammt frá kóngsgarði. Hann verður vinur
kóngssonarins, og er tímar líða fara þeir saman í víkingaferð. Með þeim í
ferðinni er Björn, ráðgjafi kóngsins, en hann er viðsjáll og andsnúinn Illuga
í hvívetna. Á heimleiðinni lenda þeir í hrakningi, og rekur þá norður í
tröllheima á Gandvíkurströnd. Þá eru þeir eldslausir, svo að til vandræða
horfir. Björn heitir á Illuga að sækja eld, svo að mennirnir krókni ekki úr
8 Tilv. rit, 245.
9 Sjá K. Kálund, Katalog over den arnamagnæanske hándskriftsamling, II
(1894), bls. 403.