Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 25
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
21
Björn ráðgjafa, í víkingaferð og sjóhrakningi. Hvort ætli sé upp-
haflegra?
í því viðfangi er heppilegt að huga fyrst að hlutverki Bjarnar ráð-
gjafa. Utan fornaldarsögunnar kemur hann ekki fyrir nema í norska
dansinum, en þar er hlutverk hans mjög lítið og torskilið: Illugi segir
skessunni, að hann sé sendur að ‘hente bjartan ellen, / fyr Herebjtfinn
su paa Gr0i’,7 Nú er þess að gæta, að í dansinum er það ætíð kóngur-
inn sem sendir hetjuna eftir eldi, og norski dansinn er ekki undan-
tekning. Er því mótsögn í honum, ef svo er skilið, að Herebjpnn hafi
sent Illuga. Ef til vildi mætti sleppa við hana með því að gera ráð
fyrir, að Herebjpnn hafi verið verst á sig kominn af kulda af þeim
öllum, sbr. Illuga sögu. En ekki er sú skýring sennileg. Eru nú tveir
kostir eftir til að skýra mótsögnina. í fyrsta lagi gæti Björn verið
upphaflegur hvatamaður eldsheimtarinnar eins og í fornaldarsögunni,
sem þá væri upphaflegri í þessu atriði. Þetta kæmi heim við hug-
myndir Liestpls um þróun efnisins í dansinum út frá fomaldarsögunni.
Kóngurinn hefði tekið við hlutverki Bjarnar, og umgetning Here-
bjpnns í norska dansinum væri leif hins upphaflega. Liestpl hefur þó
ekki túlkað hlutverk Bjöms á þennan hátt8 og hefur að líkindum séð
ástæðu til varúðar. í öðra lagi gæti Björn verið einhvers konar að-
skotapersóna, einna helzt úr öðram dansi.0 í því tilviki hlyti kóngurinn
að teljast upphaflegur hvatamaður eldsheimtarinnar. Ástæða er því
til að líta nánar á þennan Bjöm ráðgjafa í Illuga sögu.
Honum er frá upphafi lýst sem illmenni, og sýnist hlutverk hans í
7 Landstad, tilv. útgáfa, v. 15; texti Liest0ls, tilv. rit, v. 14.
8 Tilv. rit, bls. 102.
9 í sambandi við þá skýringarleið má minna á, að dönsku uppskriftirnar E og F
af Illuga dansi hefjast á vísunni: Buch och Bi0rn och Ellffuer Stien, / fliere kand
ieg icke neffne, / di lader byge saa haar en knar, / till Gr0nneland sate di steffne
(E, v.l, DgF IV 820). Þessi vísa er úr dansinum um Gönguhrólf (Rolf Gangar,
Gongurólvur, Rosmer), sbr. DgF nr. 41, C, v.l (Vedel). í færeyskum uppskriftum
heita félagar hetjunnar Ódnarbi0rn og Illgerðsteinur (sjá F0roya kvæði nr. 29).
Vísur máttu auðveldlega berast milli dansa um svipuð efni, sjá t. d. Liest0l, tilv.
rit, bls. 53-54. Nöfn persóna gátu einnig farið á flakk. Þorkell aðalfari í dansinum
um Ásmund flagðagæfu er þess háttar slæðingur. í Gongurólvsdansinum færeyska
er Ódnarbi0rn sá af félögum hetjunnar, sem síðast króknar úr kulda (af eldsleysi)
á norðurslóðum, en Gongurólvur einn kemst til tröllabyggða. Þannig er greinileg
líking með aðstöðu Björns ráðgjafa og Ódnarbi0rns. Líkingin nægir þó ekki til
þess að álykta megi, að þeir séu upphaflega sama persónan.