Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 24
20
GRIPLA
giftingaæði í sögulokum slíkra skemmtisagna. En þegar hann greindi
frá síðustu skiptum Illuga og skessunnar í Gandvík, hefur honum
láðst að taka tillit til eigin breytinga og hann kemur upp um sig með
misræminu, sem af því leiddi. Hann hefði þurft að gera fleiri breyt-
ingar til þess að skila sögunni brotalausri.
Þess vegna hefur Hildur ekki heldur verið dóttir hennar. Hún er
mennsk kona og hefur því verið fangi skessunnar. Um þetta atriði
hefur efnisheimild Illuga sögu haft hið sama og dansinn. Það er því
harla ótrúlegt að dansskáldið hafi farið eftir Illuga sögu.
Nú er eftir að athuga hitt atriði mismunarins. En í rauninni leiðir
af því sem nú hefur verið sagt, að tilgangur sjóhrakningsins í sögunni
hafi verið frelsun prinsessunnar, alveg eins og erindi leiðangursins í
dansinum. Spurningin er aðeins, hvort þetta markmið hafi verið dulið
í efnisheimild Illuga sögu (eins og nú er í fornaldarsögunni) eða hvort
það hefur komið fram beinlínis eins og í dansinum. Þessi munur
skiptir í sjálfu sér ekki miklu, því að áheyrendur tröllasagna vissu, að
villa, þoka eða ofviðri sem kemur á ferðamenn á sjó eða landi er
nokkuð skýr vísbending um að funda við vættimar sé að vænta. Af
þeim fundum Ieiðir svo venjulega aðalefni slíkra sagna. í samræmi við
þessa hefð er markmiðið skilið í Illuga sögu, enda segir þar að þær
mæðgur hefðu haft marga gesti, sem ekki bám gæfu til að leysa þær
úr álögum og létu lífið fyrir. Eiginlegur efnismunur er þetta ekki. Það
er hugsanlegt að markmið ferðarinnar hafi verið sagt bemm orðum í
efnisheimild Illuga sögu, og að höfundur hennar hafi breytt út af því
til samræmis við hefð ævintýra þar sem menn hitta tröll af ‘tilviljun’.
Þess er einnig að gæta að ungar hetjur í víking hafa í sögum ekki
annað markmið ferða sinna en afla sér fjár og frægðar. En um þetta
verður þó ekki fullyrt.
Nú er komið að því atriði í mismuninum, að dansinn hefur kóng-
inn og Illuga (og Herebjpnn) í leiðangri að leita prinsessunnar, en
fornaldarsagan hefur þá fóstbræður, Illuga og kóngssoninn, en einnig
220-223; E. Ó. Sveinsson, Celtic Elements in Icelandic Tradition, Béaloideas 1957
(Dublin 1959), bls. 19-20; Á. Lagerholm, Drei Lygispgur (Altnord. Saga-Bibl.
XVII, Halle 1927), bls. lviii-lxiii, en þar er gott dæmasafn. Þessi gerð álagaminn-
isins er lítið sem ekki kunn á Norðurlöndum, sbr. þó Liestþl, tilv. rit, bls. 202
o. áfr.