Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 43
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
39
með því að gera ráð fyrir efnisheimild í bundnu máli, einna helzt
dansi. Auk þess sem áður segir um söguefnið, leggjast því þessi atriði
á þá sveif, að efnisheimild fornaldarsögunnar hafi verið dansinn. Ekki
er hægt að ábyrgjast, að ekki hafi verið til annað kvæði (rímur?), eða
að ekki hafi verið til lausamálsfrásögn um Illuga, ef til vill með ein-
hverjum vísum. En eins og söguefnistengslum Illuga sögu og Illuga
dans er háttað, er eðlilegasta og einfaldasta lausnin sú, að telja helztu
atriði fomaldarsögunnar fengin frá dansinum, og að þau atriði hafi
orðið gmnnurinn sem sagan var reist á. Þessi skýring hefur þann kost
að gera ekki ráð fyrir neinu, sem ekkert er vitað um.
Óefanlegar sannanir liggja ekki á lausu, og verður að sætta sig við
það. Slíkar sannanir gætu ekki verið fólgnar í öðm en því að sýna
fram á leifar af texta dansins í texta sögunnar. En það væri ótrúlegt að
sagan hefði verið svo slapplega samin og textarnir svo trúlega varð-
veittir, að kostur væri á slíkum sönnunum.
Þó stappar undarlega nærri vitnisburði til úrslita, þegar sýnt er
fram á að sjóhrakningslýsing sögunnar hljóti að vera samin eftir vísum
í dansastíl um sams konar efni. En sá galli er á þessu, að ekkert slíkt
er nú í Illuga dansi í neinni uppskrift (glatað?). Aðrar bragleifar í
sögunni koma hér ekki að haldi. Lýsing Gríðar ber að vísu vott um
kveðskap, en ekki er að sjá að það hafi verið dans.
Sönnun fæst því ekki að sinni, en athugun sögunnar og dansins
hefur komið greinarhöfundinum á þá skoðun, að fornaldarsagan muni
að meginefni vera samin eftir dansinum. Fátt er alveg nýjar fréttir.
Hér verður ekki undan því skotizt að minna á, að S. Grandtvig taldi
Illuga sögu sprottna frá fornu kvæði, sbr. inngang hans að danska
Illuga dansinum í Danmarks gamle Folkeviser. En að öðm leyti
kemur skoðun hans rannsókninni ekki við.
Um leið og sýnt hefur verið fram á, að eldri niðurstaðan um skyld-
leika Illuga sögu og Illuga dans geti ekki verið rétt, er eina fornaldar-
sagan sem tengd er dansi með skýmm orðafarstengslum fallin úr þeim
flokki sagna sem taldar hafa verið efnisheimildir dansa. Af því verða
þó ekki dregnar ályktanir um samband annarra sagna og dansa, því
að hvert söguefni er rannsóknarefni út af fyrir sig. En þetta gefur
samt ástæðu til að vænta frétta, ef aðrir hlutar rannsóknarsviðsins
‘fomaldarsögur og dansar’ væra teknir til endurskoðunar.
Ekki er ofsagt, að tímasetningar dansa em óvissar. Handrit Illuga