Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 188
GRIPLA
184
Fi. A: Án. IV:
23. Álvur reiggjaði 0ksi hátt, 39. Ei var grómlaus garpa sátt:
ætlar at brigða 0ði smátt. Gáran reiðir öxi hátt;
kappann hugði að kvista smátt;
kemr í sverð og brast við hátt.
Hallfreður lagði Önund stigamann saxi í gegnum og dró hann síð-
an út úr skálanum, en ekki er getið að hann græfi hræið.10 Finnbogi
braut bringubein Álfs afturkembu á steini, en sagan segir ekkert um
hvað hann gerði af líkinu.11 Án bogsveigir braut Gáran stigamann
einnig aftur um stein, en síðan segir í sögunni:
hann hjó af honum höfuðit, ok dró hann út, ok stakk nefinu í klof honum,
at hann gengi eigi dauðr.
En ekki er getið að hann dysjaði skrokkinn. í Áns rímum segir hins
vegar að Án hafi dysjað Gáran ‘þar sem gröf er tóm’. Finnboga ríma
hefur það einnig fram yfir söguna, að Finnbogi hafi grafið Álf; frá-
sögn hennar af drápi Álfs minnir á Áns rímur:
Fi. A:
Án. IV:
29. Finnbogi sprakk yvir jarðarmein,
rykti hann Álv nú fram yvir stein.
30. Snarpan seg eftir semju brá,
síðan hjó honum h0vur frá.
31. Gróv hann hann undir Grikkjulág,
44. Olboga setr í bringubein,
brýtur hrygginn aptr um stein;
það var dárans dauðamein;
drengrinn bregður sáratein.
45. Höggur af honum hetjan fróm
höfuð í burt með skjótan dóm;
dregr hann út um dyrnar gróm
og dysjar þar sem gröf er tóm.
í þeim stöðum sem hér hafa verið nefndir víkur Finnboga ríma frá
sögunni. Þar er einnig viðbót, sem ekki styðst við söguna, að öxi Álfs
hafi sokkið í gólfið þegar hann hjó til Finnboga; frá þessu segir í 24.
erindi A-gerðar, sem líklega er afbakað, en það minnir dálítið á er-
indi í Áns rímum, þar sem segir frá að ívar upplenski ætlaði að vega
Án:
Fi. A:
24. Hann brá seg undan benjalín,
semjan niður í gólvið s0kk.
10 ísl. fornrit VIII, bls. 171.
11 ísl. fornrit XIV, bls. 279.
Án. V:
21. Undan víkur öxarmunn
Án í nauðum vöndum;
skauzt hún niðr í skógarrunn,
skaptið sökk að höndum.