Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 97
93
SÖGUSAMÚÐ OG STÉTTIR
ur megináherslu á innrætingu sagnanna í þessu skyni. Þess sé gætt að
skapa samúð með þeim, sem betur mega, en um hina sé að sama
skapi lítið skeytt. Um afstöðu sagnanna til utangarðsmanna í samfé-
laginu farast Lönnroth svo orð: ‘Nágon sympati med den alienerade
outsidem skall man inte vánta sig att finna i sagomas várld.’
í annan stað hefur Bjarni Einarsson leitt rök að jafnréttishugsjón í
sögunum og bent á, að enda þótt þær fjalli um ójöfnuð, búi að baki
hugsjónin um jafnan rétt allra frjálsra manna. Þessa réttar varð að
reka, ef á hann var gengið. Bjarni telur, að þessi grundvallarhugmynd
um jafnrétti eigi rætur í þeirri þjóðfélagsgerð, sem þróaðist hér í önd-
verðu, og hafi hún lifað fram á daga sagnaritaranna þrátt fyrir eflingu
innlends höfðingjavalds og áhrif frá ólíkum þjóðfélagshugmyndum
meginlandsins. í jafnréttisákvæðum laganna hafi falist fornnorræn
manngildishugsjón, sem veitti einstaklingnum, þótt smár væri, nokkra
uppreisn.2
Hið foma lagaákvæði um jafnan bótarétt náði reyndar ekki til
þræla og gat því ekki stuðlað að jafnréttisafstöðu til þeirra. Þrælar
vom þó ekki með öllu réttlausir. Þeim var leyft að eiga nokkra eign;
þeir áttu rétt til bóta fyrir sumar misgerðir, t. d. högg, er olli lýti;
þeir máttu stofna til hjúskapar, og væri gengið á rétt kvenna þeirra,
þótt ambáttir væm, áttu þeir rétt til hefnda. En þrátt fyrir þetta sýna
sögurnar allglögg stéttaskil milli þræla og frjálsra manna, þegar undan
er skilið vinnu- og göngufólk. Sögumar em aristókratískar í þeim
skilningi, að líf hinna lægstu stétta er aldrei uppistaðan, heldur er
höfuðefni hverrar sögu atburðir úr lífi frjálsra manna, einkum höfð-
ingja og vel stæðra bænda. Hæpið væri þó að álykta, að þetta stafaði
af stéttarvitund sagnaritaranna einni saman. Eftirlætisviðfangsefni
þeirra vora meiri háttar öldur, sem risið höfðu í þjóðlífi sögualdar, en
slíkur órói gat síður staðið af smælingjum en höfðingjum, og ættu
smælingjar í hlut, hlaut fyrr eða síðar að koma til kasta höfðingja að
koma á sáttum eða standa fyrir málaferlum.
En þó að réttur allra frjálsra manna væri jafn samkvæmt lögum,
hefur gæsla hans gengið misjafnlega, þar sem allsherjar framkvæmd-
arvald skorti, en var í reynd ásamt dómsvaldi í höndum höfðingjanna.
Og réttarskerðingu fylgdi vansæmd og óvirðing. íslendingasögur era
fullar af manngreinaráliti, sem vitnar um raunveralega stéttaskiptingu
2 Óprentaður fyrirlestur fluttur í Odense í apríl 1973.