Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 32
28
GRIPLA
þeirra. Ef til vill mætti þó taka orðin ‘ok aungva hef ek ámáttligri séð
enn þik’ með nr. 3, en það breytir raunar litlu.
Þegar reynt er að skilja á milli sannyrðanna, þ. e. efnisatriðanna,
getur niðurstaðan varla orðið önnur en þessi. Það vitnar um ósjálf-
stæði eða trúleik höfundar við heimild að sannyrðin skuli vera fjögur,
þar sem hann vissi að þrjú áttu að vera. Má því ætla að atriðin hafi
verið (orðin) fjögur og ekki skýrt mörkuð í heimildinni.
Nú má líta á dansinn. Úr því að allar gerðir hans eru þróunaraf-
brigði frá sama frumtexta, má taka öll sannyrði allra uppskriftanna til
samanburðarins við söguna. Þau sem eru sameiginleg sögunni og
einni eða fleiri gerðum dansins, hljóta að eiga upptök sín í sameigin-
legu forriti þeirra.
Samsvörunina má í höfuðatriðum lesa af töflunni hér á eftir. í
færeyskum uppskriftum eru engin sannyrði. Með því er hið tvöfalda
erindi úr sögunni, en efnið um leið orðið fátæklegra. í Noregi er að-
eins hægt að tala um eina gerð dansins. Enda þótt uppskriftir séu
margar, eru þær allvel samsaga.22 Athugun lesbrigða úr óprentuðum
uppskriftum hefur ekki leitt neitt í ljós, sem máli skiptir í því sem hér
er rætt um. Athugagreinarnar um einstök sannyrði, sem koma á eftir
töflunni, sýna nánar, hvernig samsvöruninni er háttað. Svigar eru
settir um vafaatriði. í DaE eru sannyrðin tvenn (2 sinnum 3). Til-
vitnun framan skástriks bendir til fyrri lotu, en aftan þess til hinnar
síðari.
SANNYRÐI
m. s. Da A Da B Da C DaD DaE DaF Norski dansinn
í. v. 21 / v. 12 Liestpl, v. 16 Landstad, v. 17
2. \ o <N > v. 13 Liest0l, v. 17 Landstad, v. 18
3. v. 13 v. 15 v. 10 v. 8 (v.21)/v.28
4. v. 14 (v. 15) (v. 8) v. 12 Hefur verið, en er glatað.
22 AUar norskar uppskriftir, er Liestpl hafði að styðjast við, ‘samstavast godt,
allvisst i dei fyrste tri fjordepartar av visa’. Liestpl, tilv. rit, bls. 92, sbr. Syn og
Segn XVI (1910), 269.