Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 39
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
35
sögu hafi verið betri kveðskapur í sömu grein. Þó má vera að tímans
tönn og þróun færeyska dansins í sífelldri notkun valdi nokkru um
þennan mun. Hugsanlegt er að sams konar siglingarlýsing hafi verið
bæði í Illuga dansi og Göngu-Hrólfs dansi, eða að sami pósturinn hafi
getað átt jafn vel heima í báðum og gengið á milli, þegar sungið var á
samkomum. En ekki er ástæða til að ætla að höfundur Illuga sögu
hafi tekið siglingarlýsingu úr annarri átt en það efni sem hann gerði
sögu sína um. Lýsingin hefur líklega verið viðloða söguefninu, er
hann kynntist því. Með öðrum orðum: Lýsingin mun hafa verið
partur af Illuga dansi, en þó vantar herzlumuninn að það geti talizt
fullvíst.
2.
I lýsingu Gríðar tröllkonu eru kveðskaparmerkin enn auðsærri:
honum þótti sem hríð eða hregg stæði úr nösum hennar; horinn hékk ofan
fyrir munninn, hún hafði skegg, ok sköllótt um höfuðit, hendr hennar voru
sem arnarklær, en ermar báðar brendar, en sá stakkr, er hún var í, tók
henni eigi lengra enn á lendar á bakit, en allt á tær í fyrir; augu hennar
voru græn, en ennit bratt, eyrun féllu víða; engin mátti hana kalla fríða.
Án breytinga eru niðurlagsorðin þessi vísa:
augu (hennar voru) græn, en ennit bratt,
eyrun féllu víða;
engin mátti hana kalla fríða.
Með eilítið meiri íhlutun mætti hugsa sér aðra sams konar vísu í orð-
unum þar á undan:
hendr hennar voru sem arnarklær,
en ermar báðar brendar,
stakkrinn tók eigi lengra enn á lendar.
En auk fríða:víða og brendar:lendar eru í stykkinu einnig hugsanleg
rímorðin hregg:skegg og arnarklær:tær, sem verða útundan með þessu
móti. Svo mörg rímorð kæmust tæplega fyrir í lýsingunni, ef hún hefði
verið í vísum með þessum bragarhætti. Það er heldur ekki öruggt, að
bragarhátturinn hafi verið þessi. Einhverjar breytingar sögumanns
hafa getað villt sýn um hann, enda þótt sýnilega sé hér bundið mál á
ferðinni. Þetta er efalausasta bragarleif í sögunni, en þó væri vitaskuld
herða bönd, hertu segl svo liélt við rif, o. fl. Allar þessar lýsingar virðast vera
skyldar.