Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 101
SÖGUSAMÚÐ OG STÉTTIR 97
févana um miðja 13. öld og völdum þeirra ógnað af uppgangi stór-
bænda.9
Allt um þetta er óvíst, að höfundur Bandamanna sögu hafi beint
satíru sinni að höfðingjastétt 13. aldar. Sagan virðist fremur miðuð
við þjóðfélagsaðstæður á 11. öld, þegar verslunin var enn að nokkru
í höndum landsmanna sjálfra, svo að unnt var að hagnast á kaup-
skap. Og á þeirri öld hafa goðarnir tæplega verið neinir auðmenn.
Fjárhagur þeirra hvíldi fyrst og fremst á búskap, eins og gerðist um
bændur. Þá voru hoftollar niður lagðir, en tíundargjald komst ekki á
fyrr en í aldarlokin. Þar sem goðavaldið hvíldi ekki á neinum traust-
um fjárhagsgrundvelli, líkt og lénsvaldið í öðrum löndum, hlaut því
að hnigna. Þó að heimildir um 11. öld séu fáskrúðugar, gefa þær
vísbendingu um félagslegt baksvið Bandamanna sögu.10
Næst mun ég víkja að annarri gerð sagna, sem er næsta ólík hinni
fyrri um sköpun sögusamúðar. Tek ég þar dæmi af útlagasögunum
þremur, Gísla sögu, Grettis sögu og Harðar sögu, en auk þeirra Há-
varðar sögu ísfirðings og Njálu.
Engum, sem Gísla sögu les, mun dyljast, að sögusamúðin fylgir
honum frá upphafi, en verður því minni með systkinum hans, eftir
því sem þau fjarlægjast hann meir. Af aðalpersónum sögunnar eru
þeir mestir höfðingjar Þorgrímur og Börkur Þorsteinssynir þorskabíts
á Þórsnesi, ennfremur er Eyjólfur hinn grái Þórðarson (gellis) talinn
til stórmenna (15. kap.). Meðal höfðingja, sem minna koma við sögu,
eru þeir Þorkell Þórðarson í Alviðru, Þorkell Eyjólfsson og Gestur
Oddleifsson. Þau systkin, Gísli, Þorkell og Þórdís, eru bændafólk, en
vel ættuð og virt þegar saga þeirra hefst. Þau eflast vegna vináttu og
tengda við stærri höfðingja, uns Gísli verður sekur og um leið rétt-
laus. Söguafstaðan til þeirra sex höfðingja, sem áður voru nefndir,
stendur í réttu hlutfalli við afstöðu þeirra til Gísla. Aðalandstæðingur
hans, Börkur hinn digri, hefur þó í rauninni ekki annað til saka unnið
en að reyna að koma lögum yfir morðingja bróður síns. Athyglisvert
er, að Gísli fer árangurslaust um allt land, hittir höfðingja og biður
sér liðs. Jafnvel vinir hans, Þorkell auðgi og Þorkell Eiríksson, þorðu
einungis að ‘. . . skjóta skjóli yfir hann með þeim hætti, at þeir léti
9 Gunnar Karlsson: Goðar og bændur. Saga 1972.
10 Ólafur Lárusson: Úr byggðasögu íslands. Vaka 1929.
Gripla 7