Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 30
26
GRIPLA
uppskriftum Illuga dans má finna afbrigði sannyrða, sem benda til
sambands við aðrar danskar sannyrðasögur.21 Meiri hluti allra sann-
yrðasagna hefur síðasta sannyrðið á þessa lund: sleppi ég nú héðan á
krónikuna, sjá útgáfu H. Toldberg, Den danske rimkrpnike I (K0benhavn 1961),
bls. 75-77, línur 2330-2400, sbr. E. Jprgensen, Historieforskning og Historieskriv-
ning i Danmark indtil Aar 1800 (K0benhavn 1931), bls. 14-15 og 56-59. í öðru
lagi er frásögn Hleiðrarkróniku um Snæ kóng, Rauð bónda og Hlé jötun í Hlésey,
en sú saga er eldri á bók en Gesta Danorum. Efnið er: Snær sendir Rauð forsend-
ing til Hlés. Rauður gengur í bergið til jötunsins og ber upp erindið, sem hann var
sendur, að fá spá Hlés um dauðdaga Snæs. Hlér heimtar fyrst þrjú sannyrði af
Rauð. Með þeim leysir Rauður líf sitt, og Hlér fagnar honum nú vel. Snær verður
síðar lúsbitinn til bana samkvæmt spá jötunsins. Sjá Chronicon Lethrense í útgáfu
M. Cl. Gertz, tilv. rit, I, bls. 50-51, sbr. þýð. J. Olriks í Kr0niker fra Valdemars-
tiden (Kþbenhavn 1900-1901), 18-19. Sögnin kemur síðar fram í Gesta Danorum
pa danskæ, og í Sagnkr0nike i Stockholm, sjá útg. M. Lorenzen, Gammeldanske
Kr0niker (STUAGNL XVIII), bls. 12-13 og 199-201. Um aðrar danskar sögur
með sannyrðaefni sjá samantekt Köhlers í íslenzkum ævintýrum II, 179-185.
21 E-gerð danska dansins hefur: Aldrig war ieg udi dit hus, / som ieg vilde
nþdiger gieste. Þetta stendur miklu nær Saxa en bústaðar-sannyrðið í norska dans-
inum og Illuga sögu. Saxi hefur: [aldrei sá ég] . . locum, quo minus libenter dege-
rem. Hliðstætt er í Compendium Saxonis: Nunquam vidi locum, in quo minus
libenter manerem. Tvö fyrstu sannyrðin eru um sama efni hjá Saxa (og í Compen-
dium), Illuga sögu, Illuga dansinum norska, og í dönsku E-gerðinni. Og í rímkrón-
ikunni koma þau fram í þessari mynd: Ieg aldrig slemmer næser saa
nogher handhe menneskæ owæ.
Aldrig wor ieg oc nogher stedh gesth
som ieg willæ nþdiger wære (Tilv. útg.,
línur 2367-70). Nefs-sannyrðið er hér frábrugðið Saxa (og Compendium) en í
fullu samræmi við danska E, sem hefur: en slemer niese ieg aldrig saa, / end du
roeder med i brande. Og andstætt því sem við á um bústaðar-sannyrðið, á þetta
samræmi ekki upptök sín í latínutexta, heldur virðist það sýna tengsl dansins og
rímkrónikunnar óháð latínuforriti. Fullvíst þykir, að í rímkrónikunni gæti áhrifa
frá dönsum. Sjá um þetta J. Brþndum-Nielsen, Om rimkr0nikens sprogform og til-
blivelse (K0benhavn 1930), sérstaklega bls. 95-96; H. Toldberg, Den danske rim-
kr0nike og folkeviserne, í Danske Studier 1958, bls. 5-45; einnig O. Holzapfel,
Folkeviseformler i Den danske rimkrþnike, DS 1968, bls. 94-97. Vissir hlutar
krónikunnar bera merki dansamáls í stíl og orðafari, þ. á m. ferðarsaga Aðalfara.
En ekki hefur verið bent á tengsl við ákveðna dansa, og skal því vakin athygli á
því hér, að línurnar hér á undan, sérstaklega 2367-68, eru ábending um tengsl við
Illuga dans. Einnig er rétt að nefna hér bústaðar-sannyrðið í danska F: álder saa
jeg en laver’ Hus, / der tykker’ Tække war o. Það kemur heim við Hleiðrarkrón-
iku: [Rauður sagðist] nunquam spissiores vidisse se parietes parietibus domus illius,
sbr. einnig gerðir þeirrar sögu á dönsku og sænsku, sem getið er í nm. 20.