Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 22
18
GRIPLA
Það er höfuðatriði í skoðun Liest0ls að ævintýrisefnið um rænda
kóngsdóttur í dansinum hafi þrengt sér að og komið í staðinn fyrir
samsettara efni fornaldarsögunnar sem dansinn sé runninn frá. Hér á
eftir verður sýnt, að ævintýrisefnið um frelsun rændrar kóngsdóttur er
í rauninni einnig að finna í fornaldarsögunni, enda þótt það sé að
mestu horfið vegna breytinga á sögunni. Athugun Liest0ls um muninn
á efni dansins og fornaldarsögunnar í þessu mikilsverða atriði er því
röng. Ævintýrisefnið er í raun og veru jafnríkt í báðum. Upptök vill-
unnar virðast hljóta að hafa verið þau að líta á fornaldarsöguna sem
fasta stærð, en ekki sem söguefni í mótun. En í öðru lagi tók hann
ekki tillit til hliðstæðunnar í Aðalfarasögu. Úr því að kóngsdóttur-
ævintýrið er engu ríkara í dansinum en í fornaldarsögunni, væri
gagnslaust að ræða frekar um þá skoðun Liest0ls að muninn á dans-
inum og sögunni megi að einhverju leyti skýra með streitu milli eldra
og yngra söguefnis. Þann mun, sem er, verður að skýra á annan hátt.
Enn greinilegra verður þetta í ljósi þeirrar niðurstöðu, að frásagnar-
efni dansins sé að uppruna samsteypa tveggja sagna. Það segir sig
sjálft, að sem hlutar samsteypu eru allir frumpartar hennar jafn upp-
haflegir, hvað sem líður raunverulegum aldri þeirra í sagnaheiminum.
Með samsteypuna í huga má nú líta á annað. Það er talsverður
galli á frásögn dansins að erindi Illuga í helli skessunnar er þar tvö-
falt. Erindi leiðangursins í heild er björgun kóngsdótturinnar, en erindi
Illuga í hellinn er eldsheimt, og báðum þessum erindum lýkur hetjan
í einu lagi með heimsókninni til skessunnar. Liest0l áleit þessa mis-
smíð vera afleiðingu af þeirri streitu, er hin yngri kóngsdóttursaga
hefði troðizt upp á eldri söguna, þar sem hetjan fann prinsessu og
móður hennar í álögum líkt og af tilviljun (fornaldarsagan). Sam-
kvæmt því sem áður er sagt stenzt þetta ekki á þann hátt sem það
var hugsað, því að bæði söguefnin (eldsheimtarsaga, kóngsdótturbjörg-
un) eru jafn upphafleg í samsteypunni. Samsteypan sjálf veitir hér
alveg fullkomna skýringu. Annað erindið er úr kjama kóngsdóttur-
sögunnar (y), hitt er kjami eldsheimtarsögunnar (e), og bæði hlutu
þau að haldast í hinni samsteyptu sögu. Tvöfalt erindi og tvöföld
erindislok em því upphafleg í frásögn Illuga dans (e/y). Smíðagallinn
verður þannig að sannfærandi röksemd um að athugunin um sam-
steypuna sé rétt. Á hinn bóginn vitnar það alls ekki um upphafleik
fornaldarsögunnar að þessarar samsetningarskurfu gætir þar ekki. 111-