Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 26
22
GRIPLA
fyrstu varla vera annað en hafa horn í síðu hetjunnar. Þess háttar
vondur ráðgjafi er einhver hin algengasta persóna í yngri fornaldar-
sögum og ævintýrum.10 En kóngurinn treystir honum og vill ekki
sleppa syni sínum og Illuga í víking, nema hann fari með þeim. Síðan
kemur að því norður í Gandvík að mennimir eru að farast úr kulda.
Þá er það Björn sem sendir Illuga af stað í eldsleitina, hótar að drepa
hann nema hann komi með eldinn, en lofar í sömu andránni að gefa
honum ‘hring þenna, er ek held á’, ef honum takist förin.
í Illuga dansi (öllum gerðum) lofar kóngurinn þeim manni dóttur
sinni eða öðmm góðum gjöfum, sem sæki eldinn/dótturina. í færeysk-
um uppskriftum lofar kóngurinn hringgjöfum. í dansinum er það
kóngurinn, sem sér eldinn álengdar, en í sögunni er undirskilið að
Bjöm viti í hvaða átt eldsins sé að leita.
Loforðið um hring og eldssýnin em tvö tengslaatriði er sýna, að Bjöm
hefur það hlutverk í sögunni, sem kóngurinn hefur í dansinum. Með
því er hlutverk Bjöms orðið tvíþætt: annars vegar er illmennishlut-
verkið, en hins vegar kóngshlutverkið. Bæði em þau varla samhæf í
einni persónu, enda kemur Björn næsta einkennilega fyrir sjónir í
sögunni. Þegar hann hótar að drepa Illuga, talar illmennið í honum,
en þegar hann lofar honum hring, talar hann konunglega. Þetta er
vandræðalegur sambræðingur, sem varla er upphaflegur. Hann lítur út
fyrir að vera verk höfundar sem tengt hefur saman hið algenga minni
um vondan ráðgjafa og brot af hlutverki kóngsins í efnisheimild sinni.
Illuga saga mun því vera samin eftir frásögn, þar sem kóngur hefur
sent hetjuna eftir eldi, og um leið segir sig sjálft að kóngurinn hafi
verið forstjóri leiðangursins.
Aðalbreytingin hefur verið sú, að hið algenga fóstbræðraminni11 er
sett í söguna, en þá er auðvitað ekki lengur rúm fyrir kónginn í ferð-
inni. Slíkir fóstbræður hafa engan yfir sér, nema í hæsta lagi ráðgjaf-
ann sem sendur er með til eftirlits, en er þó hálfgerð homreka. Partar
af hlutverki kóngsins hafa þó lifað breytinguna af og verið tyllt á
vonda ráðgjafann.
10 Minni K2298. Lykill að dæmasafni eru tilvísanir I. M. Boberg, tilv. rit.
11 Minni P311 (Sworn brethren), P312 (Blood-brotherhood), sbr. einnig P273
(Foster-brother). Sjá tilvísanir I. M. Boberg í tilv. riti, einnig t. d. A. Olrik, Fors0g
paa en Tvedeling af Kilderne til Sakses Oldhistorie, ÁNOH 1892, bls. 59-63, og
Á. Lagerholm, Drei Lygispgur, bls. xxix.