Gripla - 01.01.1977, Síða 56
52
GRIPLA
Hann segir berum orðum að hann vilji að klerkar eða riddarar hlýði
óði hans, hinir muni ekki skilja. Enn nánar fer Wolfram frá Eschenbach
út í þessa sálma,31 og hjá Gottfried frá Strassborg örlar á heimspekileg-
um vangaveltum.32
Þó að margir þessara efnisþátta séu alkunn ritklif, geta þau samt sem
áður gefið mikilsverðar ábendingar um áheyrendur; þessi kvæði voru
flutt á móðurmálinu og skáld gátu vænst viðbragða frá þeim sem á
hlýddu. Þó að hnútukast til leikara (jongleurs) sé mjög algengt riklif í
þessum kveðskap, getur það samt sýnt að einhver samkeppni hefur átt
sér stað milli þessara listamanna.
3
Nokkrum hluta norrænna riddarabókmennta hefur verið snúið í óbund-
ið mál úr völskum kvæðum.33 í sumum þessara verka er og beinlínis
frá því skýrt að þau séu þýdd úr þessu suðræna tungumáli að beiðni
norskra konunga.34 A. m. k. tvær þeirra sagna sem eignaðar eru forsögn
Noregskonunga á 13. öld, Strengleikar og Möttuls saga, hafa formála
sem jafna má til exordium í völskum og miðháþýskum riddarakveð-
skap. Fyrir Strengleikum er að vísu tvöföld forræða, og er sú fyrri gerð
af þýðandanum. Eftirtektarvert er, hve mikil áhersla er þar lögð á, að
bókin verði:35
31 Sbr. sama rit, 11.
32 Sbr. sama rit, 14-15.
33 Valska er hér notað yfir fornfranskar mállýskur bæði í Frakklandi og á Eng-
landi. Ihugunarvert er hve framsæknir norrænir menn virðast vera á þessu sviði,
því að þeir taka því nær jafnsnemma að snúa þessum kvæðurn í óbundið mál og
Frakkar sjálfir. Sjá um þetta efni H. J. Chaytor, From Script to Print2, 83; Grund-
riss der romanischen Philologie, hrsg. v. Gustav Gröber (Strassburg 1902) II. 1,
724.
34 Sbr. ívents Saga, hrsg. v. E. Kölbing (Riddarasögur, Strassburg 1872), 136;
Möttuls saga (Lund 1877), 2; Strengleikar, 1; í Viktors sögu ok Blávus er þess og
getið að Hákon konungur Magnússon hafi látið ‘venda morgurn riddara sogum
j norænu ur girzsku ok franzeisku mali’, útg. Jónasar Kristjánssonar (Riddarasög-
ur II, Reykjavík 1964), 3. í bók M. Schlauch, Romance in Iceland (New York
1934), 179-87 er skrá yfir þessar þýðingar fram til 1550 og tekið er fram við
hvaða heimildir sé stuðst í þýðingunni eða hvaðan sé þýtt. Halvorsen birtir einnig
lista yfir þýddar sögur, handrit þeirra og heimildir, sbr. The Norse Versison, 17-
26.
35 Strengleikar, Upps. De la Gardie no. 4-7 fol., 17va. 16-34; sbr. útg. Keysers
og Ungers, 1.