Gripla - 01.01.1977, Page 71

Gripla - 01.01.1977, Page 71
67 HVENÆR VAR TRISTRAMS SÖGU SNÚIÐ? menn heldur einnig klerka og lægri stéttar leikmenn.91' Aldursins vegna er tæpast unnt að bera brigður á baktitlana í þessu handriti.9' Á sama hátt er ekki ástæða til að efast um heimildargildi fyrri forræðu Streng- leika. Handritið er að mati flestra sem um það hafa fjallað, skrifað á ofanverðri 13. öld. Aðeins örfá norsk handrit þýddra riddarasagna hafa varðveist. Flestar hinna þýddu sagna eru aðeins til í íslenskum hand- ritum. Það hefur ekki tekist í öllum tilvikum að sýna fram á að þessi íslensku handrit væru frá norskum forritum runnin. Og þó að baktitlar og formálar í þessum íslensku handritum kenni forsögn þessara rita norskum konungum, þá eru þær heimildir angi af erlendri og innlendri rittísku; þess vegna verður að benda á betri röksemdir en þær einar til þess að sýna fram á norskan uppruna riddarasagna. Sennilegt verður að telja að hirðlíf í Noregi hafi verið með nokkurri evrópskri hæversku á veldistíma Hákonar gamla. Yfirstétt er líka til á íslandi í það mund. Um miðja 13. öld má segja að farið sé að gæta svipaðra hugmynda og fram koma m. a. í Hirðskrá, sem til er í íslensk- um uppskriftum. íslenskir rnenn gerast lendir menn Noregskonunga. Þegnar landsins verða skattskyldir norskum konungum. Einn er kon- ungur beggja landa. Menntun og auður íslenskra höfðingja stóð ekki að baki því sem gerðist í nálægum löndum. Það er því eðlilegt að ætla að riddarabókmenntir séu einnig samdar á íslandi og frumkvæðið að ritun þeirra eignað konungi norska ríkisins.98 Njótendur þessara sagna voru ekki einungis í konungsgarði heldur líka á höfuðbólum menntaðra leikmanna. Halvorsen bendir á, að eftir 1319 hafi engin hirð verið í Noregi um langa hríð. Eftir Svartadauða hafi sorfið svo að lágaðlinum, að aðals- menn hafi ekki haft efni á því að senda syni sína í hirðvist og þess vegna 96 Fróðlegt er að bera þetta saman við varðveislu riddarabókmennta a Eng- •andi, en Dieter Mehl segir í bók sinni, The Middle English Romances of the Thirteenth and Fourteenth Centuries (London 1968), 10. bls., að vart sé unnt að tala um handrit sem eingöngu hafi að geyma rómansa eins og títt hafi verið í Frakklandi og Þýskalandi. Miðenskar riddarasögur sé yfirleitt að finna í hand- ritum sem hafi nær eingöngu að geyma uppbyggileg rit. 9| Sjá um gerð og aldur þessa handrits: M. Tveitane, CCN IV, 9, 26. 98 Hér má minna á Alexanders sögu, sbr. baktitil Gyðinga sögu hér að framan. Sjá um þetta efni einnig, Ole Widding, Það finnur hver sem um er hugað, Skírnir 134 (1960), 61-73. Einar Ól. Sveinsson, Athugasemdir um Alexanderssögu og Gyðingasögu, Skírnir 135 (1961), 237-247.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221

x

Gripla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.