Gripla - 01.01.1977, Qupperneq 71
67
HVENÆR VAR TRISTRAMS SÖGU SNÚIÐ?
menn heldur einnig klerka og lægri stéttar leikmenn.91' Aldursins vegna
er tæpast unnt að bera brigður á baktitlana í þessu handriti.9' Á sama
hátt er ekki ástæða til að efast um heimildargildi fyrri forræðu Streng-
leika. Handritið er að mati flestra sem um það hafa fjallað, skrifað á
ofanverðri 13. öld. Aðeins örfá norsk handrit þýddra riddarasagna hafa
varðveist. Flestar hinna þýddu sagna eru aðeins til í íslenskum hand-
ritum. Það hefur ekki tekist í öllum tilvikum að sýna fram á að þessi
íslensku handrit væru frá norskum forritum runnin. Og þó að baktitlar
og formálar í þessum íslensku handritum kenni forsögn þessara rita
norskum konungum, þá eru þær heimildir angi af erlendri og innlendri
rittísku; þess vegna verður að benda á betri röksemdir en þær einar til
þess að sýna fram á norskan uppruna riddarasagna.
Sennilegt verður að telja að hirðlíf í Noregi hafi verið með nokkurri
evrópskri hæversku á veldistíma Hákonar gamla. Yfirstétt er líka til á
íslandi í það mund. Um miðja 13. öld má segja að farið sé að gæta
svipaðra hugmynda og fram koma m. a. í Hirðskrá, sem til er í íslensk-
um uppskriftum. íslenskir rnenn gerast lendir menn Noregskonunga.
Þegnar landsins verða skattskyldir norskum konungum. Einn er kon-
ungur beggja landa. Menntun og auður íslenskra höfðingja stóð ekki
að baki því sem gerðist í nálægum löndum. Það er því eðlilegt að ætla
að riddarabókmenntir séu einnig samdar á íslandi og frumkvæðið að
ritun þeirra eignað konungi norska ríkisins.98 Njótendur þessara sagna
voru ekki einungis í konungsgarði heldur líka á höfuðbólum menntaðra
leikmanna.
Halvorsen bendir á, að eftir 1319 hafi engin hirð verið í Noregi um
langa hríð. Eftir Svartadauða hafi sorfið svo að lágaðlinum, að aðals-
menn hafi ekki haft efni á því að senda syni sína í hirðvist og þess vegna
96 Fróðlegt er að bera þetta saman við varðveislu riddarabókmennta a Eng-
•andi, en Dieter Mehl segir í bók sinni, The Middle English Romances of the
Thirteenth and Fourteenth Centuries (London 1968), 10. bls., að vart sé unnt að
tala um handrit sem eingöngu hafi að geyma rómansa eins og títt hafi verið í
Frakklandi og Þýskalandi. Miðenskar riddarasögur sé yfirleitt að finna í hand-
ritum sem hafi nær eingöngu að geyma uppbyggileg rit.
9| Sjá um gerð og aldur þessa handrits: M. Tveitane, CCN IV, 9, 26.
98 Hér má minna á Alexanders sögu, sbr. baktitil Gyðinga sögu hér að framan.
Sjá um þetta efni einnig, Ole Widding, Það finnur hver sem um er hugað, Skírnir
134 (1960), 61-73. Einar Ól. Sveinsson, Athugasemdir um Alexanderssögu og
Gyðingasögu, Skírnir 135 (1961), 237-247.