Gripla - 01.01.1979, Side 12
8
GRIPLA
sænskt, og síðan hafi þau verið lögð með gögnum sem vörðuðu Dan-
mörku. Ekkert verður af uppskriftinni um það ráðið hvar hún sé gerð
né hvort hún hafi verið gerð beint eftir frumriti. Hún er skrifuð með
smárri en greinilegri fljótaskrift, sýnilega af atvinnuskrifara; höndin
virðist frekast vera frá 18. öld.
Enda þótt undirskrift bréfsins hafi verið sleppt í uppskriftinni, getur
enginn vafi á því leikið að þetta er sama bréfið og það sem minnst var
á í upphafi þessa máls. Þetta er augljóst bæði af efni bréfsins og niður-
lagi þess, þar sem bréfritari kallar sig “E. M. vnterthanigster Minister”.
Frumbréfið virðist aftur á móti glatað; ég hef gert að því árangurslausa
leit í Ríkisskjalasafni Dana, en þar eru varðveitt mörg bréf frá Martin
Tanche í sendiherratíð hans í Haag (1638-49). Enn má geta þess að
óbeint er vísað til þessa bréfs í konungsbréfi 31. júlí 1647 til Hannibals
Sehested, sem þá var landstjóri í Noregi.3 Þar er getið um tillögur frá
Martin Tanche til úrbóta atvinnuvegum “udi vore Lande Norge, Island,
Fær0 og Nordkappen”, m. a. um fiskveiðar, “samt Sæbesyden, Saltens
Raffinering og Potaske at gjpre”.
Hinsvegar hefur ríkisstjórn Dana ekki séð ástæðu til þess að taka
tillit til þessa bréfs að því er ísland varðar, eða eins og Vísi-Gísli orðaði
það í áðurnefndu bréfi til Björns sonar síns: “Þessu var ekki í þann
tíma framfylgt”. Bréfið er þó ekki ómerkt, fyrir þá sök að það sýnir að
ýmsar þær hugmyndir Gísla sem hann setti fram í ritgerðinni Consigna-
tio instituti 16474, hafa verið mótaðar að verulegu leyti áður en hann
fór heimleiðis frá Hollandi vorið 1646; í annan stað sýnir bréfið að
Gísli hefur ekki aðeins lagt hugmyndir sínar fyrir danska sendiherrann,
heldur og sannfært hann um að ástæða væri til að koma þeim áleiðis til
konungs. Má af þessu marka að Gísli hefur, þótt ungur væri, ekki nema
25 ára að aldri, kunnað að standa fyrir máli sínu og vekja á sér traust.
Á það má reyndar benda, að Tanche tekur fram í inngangi bréfsins að
faðir Gísla sé ríkastur maður á íslandi og ættgöfugastur. Þetta mátti til
sanns vegar færa,5 en sýnilegt er að Gísli hefur ekki dregið úr ættgöfgi
sinni og efnahag, og kann það að hafa stutt mál hans. Þess má enn geta
að Jón biskup Vídalín tekur fram í líkræðu sinni yfir Gísla að hann hafi
3 Norske Rigsregistre VIII 554.
4 GM, bls. 48-85.
5 Sbr. GM, bls. 4.