Gripla - 01.01.1979, Side 14
10
GRIPLA
venjulega verslun með ket og fisk, en hirði ekkert um þann hagnað sem
hafa megi af brennisteini.10
Áhuginn á brennisteinsvinnslu virðist því hafa verið kveikjan að
framfarahugmyndum Gísla, en þær hafa smám saman þróast í þá mynd
sem kemur fram í Consignatio. Fyrsta stigið hefur greinilega orðið til í
Hollandi, eins og ljóst má vera af eftirfarandi bréfi.11
Skal nú vikið stuttlega að bréfinu sjálfu.
Það er skipulega samið: fyrst inngangur (1), sem skýrir frá tilefni
bréfsins og gerir grein fyrir Gísla; síðan er greinargerð fyrir framfara-
hugmyndum hans í sex liðum (2-7), og loks eru tilmæli Gísla um að
honum verði falin yfirumsjón með öllum þeim framkvæmdum sem
gerðar kunni að verða á íslandi samkvæmt tillögum hans (8).
Hér skulu aðeins gerðar nokkrar athugasemdir við fáein atriði, og
þá einkum þau sem ekki eru kunn úr síðari skrifum Gísla. Miðað er
við ofangreinda kaflaskiptingu í bréfinu.
(1) Tanche tekur fram að hann hafi vitneskjuna um auðæfi og ætt-
göfgi Magnúsar Bjömssonar frá fálkafangara sem stundað hafi fálka-
veiðar á íslandi í meira en 30 ár. Hér er að öllum líkindum átt við Johan
Mom (1597-1667), sem stundaði fálkaveiðar á íslandi um langt árabil
frá því um 1620, en hann var a. m. k. um skeið í þjónustu Maurits prins
af Oranje.12
(2) í fyrsta lið tillagnanna er megináhersla lögð á brennisteinsvinnslu,
eins og áður er drepið á. Tanche segir að athugun á brennisteinssýnis-
hornum Gísla hafi leitt í ljós að brennisteinninn sé góður, en þó nokkru
feitari en sá sem kemur frá öðrum löndum; því sé hann ekki eins hent-
ugur til púðurgerðar, nema með frekari hreinsun, hinsvegar sé slíkur
feitur brennisteinn mikið notaður í Frakklandi. Enn fremur minnist
hann á að vitríól finnist og á íslandi með brennisteininum, og sé af því
hagnaðarvon. Allt þetta kemur fram í síðari skrifum Gísla.13 Hvergi
10 Ole Worm staðfestir þetta raunar í bréfi til Gísla 1647: „Kaupmenn vorir
hafna óbræddum brennisteini með öllu og meta bræddan lítils, því að þeir græða
meira á öðrum varningi” (Bibl. Arnam. VII 155; þýtt hér).
11 Sbr. GM, bls. 26 og 35-36.
12 Sjá M. Simon Thomas, Onze IJslandsvaarders in de 17de en de 18de Eeuw
(Amsterd. 1935), bls. 38-52; Páll E. Ólason, Menn og menntir III 159-64; Björn
Þórðarson, íslenzkir jálkar (Safn til sögu íslands, 2. fl. I 5), bls. 52-66.
13 Sjá Consignatio, 2. kafla og bréfið til Worms 1646 (Bibl. Arnam. VII 152-
53).