Gripla - 01.01.1979, Qupperneq 15
RÁÐAGERÐIR VÍSA-GÍSLA í HOLLANDI
11
nema hér kemur hinsvegar fram sú hugmynd að hagkvæmt væri að
hreinsa brennisteininn við námurnar til þess að draga úr flutningskostn-
aði, svo og að leggja mætti veg að sumum námunum, sem væri akfær
vögnum á sumrum og sleðum á vetrum. Loks er bent á að brennisteininn
mætti nota í púðurgerð danska ríkisins, ef til hennar yrði stofnað á
Helsingjaeyri.
(3) Annar liður tillagnanna snýst um saltpétur. Gísli segir hann að
vísu ekki hafa fundist á íslandi, en telur víst að hann muni vera þar til.
Sama kemur fram í Consignatio, 2. kafla, og ennþá í samningi Gísla við
Torfa Hákonarson 1699.14 Bent er á að finnist saltpétur, sé allt efni til
púðurgerðar til reiðu á íslandi, þar sem auðvelt sé að útvega þar trékol.
Púðurgerð gæti þá orðið ódýrari á íslandi en annarstaðar, því að vinnu-
laun séu þar miklu lægri, þar sem sama vinna fáist fyrir einn ríkisdal og
fyrir 8-10 í Hollandi. Enn fremur sé til nóg vatnsafl til að knýja púður-
myllur, sem yrðu þá ódýrari í rekstri en hestamyllur. Hér mun í fyrsta
sinn tæpt á því að nota vatnsafl til iðnaðar á íslandi, en ekki er sú hug-
mynd nefnd í Consignatio, né heldur púðurgerðin, en henni skýtur upp
síðar í ritgerð Gísla, Res et scopus.15
(4) í þriðja lið tillagnanna er rætt um hugsanlega vinnslu góðmálma,
einkum silfurs, sem Gísli hefur talið líkur á að fyndist á íslandi. Hann
hyggur að landsmenn muni frekar segja sér frá líklegum stöðum til
námugraftar en útlendingum, sem þeir tortryggi. Tanche hefur og eftir
fálkafangaranum að hann hafi séð silfur sem landsmenn hafi grafið úr
jörðu. Svipaðar hugmyndir koma og fram í bréfi Gísla til Worms 1646
og í Consignatio.16
(5) í fjórða lið er rætt um saltvinnslu úr sjó, og talið auðvelt að koma
henni í framkvæmd, t. d. með því að láta sjó frjósa í gryfjum að vetrar-
lagi, taka síðan ísinn af og sjóða það sem eftir yrði. Um saltvinnslu
ræðir Gísli líka í síðari skrifum sínum, en minnist þar ekki á vinnu-
aðferðir við hana.17
(6) í fimmta lið er rætt um fiskveiðar. Þar kemur fram athyglisverð
gagnrýni á danska verslunarfélaginu vegna aðferða þess í fiskkaupum.
Gísli telur að talsvert af fiski eyðileggist á haust- og vetrarvertíð, þar
14 GM, bls. 118.
16 GM, bls. 89-90.
16 Sjá Bibl. Arnam. VII 152 og GM, bls. 76 og 83.
17 Sjá GM, bls. 64-5 og 79; Bibl. Arnam. VII 152.