Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 16
12
GRIPLA
sem ekki sé hægt að herða hann vegna veðurs, en verslunarfélagið vilji
ekki kaupa saltfisk og banni að selja hann öðrum. Hinsvegar sé hægt að
selja saltfisk með góðum hagnaði til Frakklands, væri hann verkaður
samkvæmt óskum manna þar í landi; eins væri hægt að veiða mikið af
löngu og selja til Englands. Þessar hugmyndir koma ekki fram í Con-
signatio, en í bréfi til Worms 1648 talar Gísli um áform sín að koma
upp fátækrahælum og segist ætla að leggja þeim til fiskiskútur.18 Hins-
vegar er þar ekki minnst á fisksölu, enda erfitt um vik vegna einokunar
danska verslunarfélagsins.
(7) í sjötta liö er rætt um tekjur af fuglaveiðum og þá einkum um að
selja mætti álftafjaðrir úr landi; bent er á að Frísir hafi miklar tekjur
af slíku. Um fuglaveiðar er rætt í Consignatio, 4. kafla, en álftafjaðrir
koma þar ekki við sögu.
(8) Bréfinu lýkur með tilmælum Gísla um að hann yrði skipaður
yfirmaður allra rannsókna og nýjunga á íslandi, en þessi tilmæli eru
endurtekin með nánari greinargerð í Consignatio, 9. og 11. kafla.
Þetta var vitaskuld eitt mesta áhugamál Gísla, eins og sést af síðari
skrifum hans. Sama vor og bréf Tanches var skrifað hefur Gísli rætt
áform sín við Óla Worm, þegar hann kom til Kaupmannahafnar á
heimleiðinni, og eftir heimkomuna sótti hann samsumars um einkaleyfi
til brennisteinstekju á íslandi til handa sér og Magnúsi föður sínum.
Leyfið var veitt, og kann að vera að einmitt bréfið frá Tanche hafi átt
einhvern þátt í því, enda þótt Worm þakki sér það að verulegu leyti.19
Þegar leyfið var fengið, færði Gísli sig undir eins heldur betur upp á
skaftið með ritgerð sinni, Consignatio, sem hann sendi utan 1647.
Bréfið sem hér fer á eftir er prentað stafrétt; fáein augljós pennaglöp
eru leiðrétt, einkum er stöfum sem fallið hafa niður bætt við í oddklof-
um.
Durchleúchtigster grossmáchtigster König,
gnadigster Herr.
Weil die gelegenheit es so hat gefuget, dass E. Mayt. Jch vnterth(e-
nig)st in einem aussfuhrlichen schreiben ovverture von ezlichen vor-
schlágen und mittelen habe gethan, so mir an die hand gegeben worden,
dadurch die Commercien in E. M. Reichen in besser aufnehmen, ver-
18 Sjá Bibl. Arnam. VII 161, sbr. Consignatio, 6. kafla.
19 Sjá Bibl. Arnam. VII 155.