Gripla - 01.01.1979, Side 25
BRÚSI
21
son hafi fróðleik sinn frá JÓ, svo að hæpið er að tala hér um sjálfstæða
heimild. Svipuð merking orðsins er raunar áður kunn í samsetta orðinu
skeggbrúsi, sem dæmi er um frá miðri 17. öld í merkingunni ‘maður
með mikið skegg’:
skiegg bruse vel bruske: barbo, Multæ barbæ. GA 38 (OH), undir
brúsi.
Sama orð er einnig kunnugt úr GÓ, sbr. bls. 29, JÓ (OH), undir
skegg, og þýtt þar ‘sem hefir mikið og hrokkið skegg’ [‘qvi barbam
habet magnam et crispatam’] og úr BH II, 260 þýtt ‘skeggjaður (mað-
ur)’ og raunar í annarri merkingu, sem síðar verður vikið að. Engar
líkur eru á því, að merkingin ‘hrokkið hár’ í orðinu brúsi sé fengin úr
danska orðasambandinu brusende hár, eins og JÓ hyggur. Þótt brúsi
komi ekki fyrir í þessari merkingu í fornum heimildum, er líklegt, að
þessi merking orðsins sé gömul. Þessa skoðun reisi ég á því, að svipuð
merking er — eins og raunar var ýjað að áður — kunn úr norskum
mállýzkum, t. d. ‘hártoppur yfir enni, ennistoppur á hesti’ (‘Haardusk
over Panden, Stjerneman paa en Hest’. (Aasen)). Þá er orðið einnig
notað í norsku um ýmiss konar plöntur, og gæti nafngiftin verið dregin
af líkingu við hárbrúsk. Orðið er t. d. notað um ‘eini’ (Aasen og Ross),
‘steinbrjóta’ o. fl. (Ross), ‘axbundin’ (Aasen) o. s. frv.
í józku kemur bruse fyrir í merkingunni ‘það, sem freyðir, er blásið
út, stendur út í loftið’ (‘hvad der skummer, opblæses, strutter’ (Feil-
berg)). í merkingunni ‘það, sem stendur út í loftið’ er vafalítið um
sama orð að ræða og hið foma orð brúsi. Það sést betur af skýringu
orðsins síðar í ritgerðinni.
IV
Ekki verður séð, að sögnin brúsa komi fyrir í íslenzku að fornu. Elzta
dæmi, sem ég þekki um hana, er frá 17. öld:
samt drijpur ecke þad sæta Balsam af þessa Alldingardsins Avpxt-
um/ fyrr enn þad Nordan vindurenn blæs og brwsar yfer hann.
GerhHugv. P III r. (OH).
Vafalaust er hér um tökusögn að ræða úr d. bruse ‘þjóta, ólga’, sem
fengin er úr mlþ. brusen (þ. brausen) ‘þjóta, niða, freyða’. Hins vegar
er trúlegt, að til hafi verið á vesturnorrænu málsvæði sögnin *brusa eða