Gripla - 01.01.1979, Qupperneq 26
22
GRIPLA
*brúsa í merkingunni ‘breiða úr sér, tútna út’, sbr. nmáll. brusa í þeirri
merkingu og d. bruse í merkingunni ‘breiða vel úr sér til allra hliða;
standa út í loftið’ ('om fjer, haarvækst, klædestof olgn.: brede sig fyldigt
ud til alle sider; strutte’ (ODS)). í TorpEtym. er talið, að brusa í þess-
ari merkingu sé skyld nmáll. bruse ‘einir; hafur með hártopp á enni’,
og í ODS er sagt, að bruse í merkingunni ‘breiða úr sér’ sé ef til vill
skyld norrænu brúsi og n. bruse ‘hártoppur; hafur með hártopp á enni’.
Norsku sögnina táknar Torp brusa, en það gæti bent til, að hún hefði
verið *brusa í fornnorrænu (þ. e. forníslenzku og fornnorsku). Þetta
þarf þó engan veginn að vera, sbr. nmáll. hum: ísl. húm, nmáll. skuma\
ísl. skúma, skúmur. Það er því alls ekki öruggt, sem segir í HellqEtym.
(undir brusa), að sænska sögnin brusa = d. bruse (úr mlþ. brusen) sé ‘i
avljudsförh. till det inhemska n. brusa, udbreda sig, sválla’. Ég tel rétt
að gera ráð fyrir tveimur möguleikum, að til hafi verið í fornnorrænu
*brusa (í hljóðsk. við brúsi) eða sögnin *brúsa (með sama hljóðskipta-
stigi og brúsi).
Niðurstaðan um orðmyndunina er sú, að brúsi sé gerandnafn af
brúsa, þ. e. ‘sá, sem breiðir úr sér, tútnar’. Slíkar myndanir eru á elzta
stigi algengari af hvarfstigi, en ekki er það algilt, sbr. Meid 1967, 93,
og AJSuff. 31. Athugandi er, að brúsi virðist ekki vera mjög gömul
myndun, þar sem orðið er því nær aðeins kunnugt af vestumorrænu
svæði.
V
Ég hygg, að framan greindar skýringar á hinu foma orði brúsi ‘hafur’
og norska orðinu bruse í fyrr greindum merkingum séu réttar. Hafur-
inn hefir þannig fengið brúsanafnið af háralagi eða skeggi. Hins vegar
sé ég ekki, að skýringin í VriesEtym. (‘der dahinsturmende’) fái staðizt,
enda styðst hún ekki við þá merkingu í *brúsa (*brusa), sem kunn er af
vesturnorrænu svæði.
Aður hefir verið vikið að orðinu Brúsi (brúsi) sem mannsnafni, jöt-
unsheiti og viðurnefni. Ég fullyrði ekki, hvemig á að skýra þessa notkun
orðsins, sbr. það, sem sagt er á bls. 20 hér að framan. En samt virðist
mér liggja í augum uppi, að orðið sé leitt af *brúsa í framangreindum
merkingum.
JÓ (OH) segir, að brúsi geti verið hundsheiti eða nánara tiltekið:
‘nafn hunda annaðhvort af því að þeir hafa hrokkið hár eða (dregið)