Gripla - 01.01.1979, Page 27
BRÚSI
23
af þessum jötni’ [‘nomen canum, an qvia pilos habent intortos vel ex
gigante illo’, undir brúsi? í HFLbs. 99 fol, bls. 336 (OH) er hins vegar
sagt, að brúsi merki ‘hundur’ (‘canis’). Allt um það þykir mér trúlegra,
að brúsi hafi verið hundsnafn fremur en að það hafi merkt ‘hundur’.
En þetta get ég vitanlega ekki fullyrt. Hitt er trúlega rétt hjá JÓ, að
hundur, sem nefndur hefir verið Brúsi, hefir haft ‘hrokkin hár’, sbr.
það, sem áður hefir verið sagt um sögnina *brúsa.
Undir orðinu klám getur JÓ (OH) þess, að brúsi geti /nerkt ‘getn-
aðarlimur’ og segir ‘en eitthvað hafa þeir gimdar: félagi, hrókur, brúsi,
kompán, möndull, riddari og völsi’. [‘Sed Salacitatis aliqvid habent:
fje-lagi, hrookr, Brwsi Kompaan, Möndull, Riddari et Volsi’]. Enn er
samband við sögnina *brúsa ‘tútna út’, ‘standa fram’. Þess má geta, að
í HFLbs. 99 fol., bls. 336 (OH) er tilgreind sama merking og talin
skáldamál (‘penis. poét’.).
Þá er komið að því, að Hannes Finnsson (l.c.) þekkir orðið brúsi
sem fuglsheiti og þýðir það ‘colymbus maximus’. Á þetta minnist JÓ
ekki. Hins vegar þekkir BH I, 117, orðið í þessari merkingu, þýðir það
á lat. ‘avis’ (fugl), sem bendir til þess, að honum hafi verið ókunnugt
um hvers konar fugl orðið hafi verið notað. Hins vegar hafa þeir, sem
önnuðust dönsku þýðinguna, verið fróðari, því að hún hljóðar svo: ‘en
Havhymber (columbus glacialis), en Fugl af Gaasearten. v. himbrimi.’
Þess má geta, að himbrimi kemur annars ekki fyrir í orðabók Björns
Halldórssonar. Bl. þekkir orðið líka, þýðir það ‘(himbrimi) Havimber
(colymbus glacialis)’ og getur þess, að heimild sín sé norðlenzk. fírúsi
í merkingunni ‘himbrimi’ er ekki í seðlasafni Blöndalsbókar, og virðist
þessari merkingu hafa verið skotið inn í próförk. Heimildarmaður Bl.
er þannig ókunnur. OH hefir nokkur dæmi um orðið brúsi í merking-
unni ‘himbrimi’, t. d. EOl & BP 556 (úr Þingeyjarsýslu), ÓDavÞul. 315
(18. öld), Mohr 26 (þingeyskt dæmi), Landnlng. I, 83 (þetta dæmi er
runnið frá Skúla fógeta, sem var Þingeyingur, sbr. BA IV, 72), LFR I,
15, JHall. V, 51, Nf. XX, 44. Þessi upptalning ber með sér, að flest
elztu dæmin eru norðlenzk, aðallega þingeysk. Yngri dæmi, sem tekin
eru úr ritum náttúrufræðinga, segja minna, því að náttúrufræðingamir
kunna að hafa lært orðið úr eldri ritum. Úr talmáli nútímans hefir OH
aðeins eitt dæmi um þessa merkingu, og er það suðurþingeyskt. Þá hefir
3 Jón hefir áður greint, að Brúsi sé nafn á jötni í Ólafs sögu Tryggvasonar.
CNomen gigantis (ÓTr)’), undir brúsi (OH).