Gripla - 01.01.1979, Síða 28
24
GRIPLA
OH nokkur dæmi úr bókum frá þessari öld, t. d. GFrRit. VI, 285, 492
og SSigfÞj. VII, 13. Útbreiðsla merkingarinnar hefir ekki verið athuguð
nánara, en þessar heimildir virðast benda til Norðausturlands og Aust-
urlands. Þetta kemur nokkurn veginn heim við það, sem Bl. segir, og
hið sama hefir Finnur Guðmundsson fuglafræðingur látið í ljós í samtaii
við mig.
En hvernig kemur merkingin ‘himbrimi’ heim og saman við það, sem
ég hefi áður sagt um orðið brúsfí Ég spurði dr. Finn Guðmundsson
fuglafræðing um það, hvort nokkuð væri sérkennilegt í háttum fuglsins
og fjaðrafari, sem skýrt gæti nafnið miðað við þær merkingar, sem ég
teldi, að verið hefðu í sögninni *brúsa. Sagði hann þá, að fuglinn ýfði
fjaðrir framan á höfði, þegar hann yrði fyrir styggð. Á þessu bæri að
vísu lítið, en nákvæmir náttúruskoðarar tækju þó eftir því. Þetta er
algerlega í samræmi við merkingu sagnarinnar *brúsa (*brusa), sem ég
hefi rakið hér að framan.
Áður var að því vikið, að bruse væri í norskum mállýzkum notað
um ýmiss konar plöntur. Tók ég þá að athuga, hvort íslenzka orðið
brúsi væri ekki notað á líkan hátt. í talmálssafni OH fann ég aðeins eitt
dæmi:
Brúsi, kk = jurtarheiti. GDav. 26.
Þótt dæmið sé aðeins eitt, má fullyrða, að Guðmundi Davíðssyni4
segist hér rétt frá. Þetta má styðja nokkrum rökum. í OHjaltGras. 273
(OH) frá fyrri hluta 19. aldar kemur fyrir brúsahöfuð (Sparganium) og
á sama stað Sveimandi Brúsahöfuð (s. natans), og ýmsir yngri grasa-
fræðingar nota einnig þetta orð. Stefán Stefánsson kallar þessa ætt
brúsakollsœtt og tilgreinir þrjár tegundir: tjarnabrúsi (spargánium míni-
mum), mógrafabrúsi (spargánium hyperbórum) og trjónubrúsi (sparg-
ánium angustifólium). StStFlór. 108-109. Ingólfur Davíðsson grasa-
fræðingur kveðst aðeins þekkja orðið brúsi sem plöntuheiti í ofan
greindum samsetningum. Mógrafabrúsi, segir hann, að sé algengastur
og lýsir honum þannig, að blómin standi upp úr vatni (í tjörnum og
mógröfum) og séu þau eins og stingandi broddar. Eftir myndum að
dæma lítur út eins og broddarnir breiði úr sér. Þá þekkir Ingólfur ör-
nefnið Brúsatjörn í Hánefsstaðalandi á Árskógsströnd, og er tjörnin
vaxin mógrafabrúsa.
4 Guðmundur Davíðsson (1866-1942) var lengst af á Hraunum í Fljótum, en
orðið brúsi kann hann að hafa lært í Skagafirði eða Eyjafirði.