Gripla - 01.01.1979, Qupperneq 29
BRÚSI
25
Mér virðist greinilegt, að brúsanafn á plöntum sé dregið af blóm-
lögun, eins og henni hefir verið lýst, og er skýringin þannig í samræmi
við það, sem sagt hefir verið um brúsa í öðrum merkingum.
VI
Orðið brúsi um ‘ílát undir vökva’ er ekki kunnugt fyrr en frá 17. öld.
Sú merking á sér enga beina samsvörun í öðrum málum og verður ekki
dregin af merkingu sagnarinnar *brúsa (*brusa), sem áður hefir verið
um rætt. En lítum nú á heimildir um orðið í þessari merkingu. Ef allt
er upprunalegt í handritinu, ætti þetta dæmi að vera hið elzta, sem OH
hefir:
og lagga brúsa brenndan keypt
til barka að úða. MÓlFlat. 48.
Þetta dæmi er úr Flateyjarrímu eftir Magnús Ólafsson í Laufási
(Stakar rímur, 1960, bls. 27-54). Ríman er talin ort 1626 eða 1628 og
er prentuð eftir handritinu JS 472, 8vo (frá 18. öld) með samanburði
við þrjú önnur átjándu aldar handrit. Ekkert sérstakt bendir til þess,
að ekki hafi verið brúsi í frumtextanum, en öruggt verður það ekki talið.
Elzta örugga dæmið, sem OH hefir um orðið brúsi í fyrr greindri
merkingu, er síðar frá 17. öldinni:
Hvorki ljós né hljóðaslagur hafinn á kvöldum,
bumbukrús né brúsinn fagur borinn að tjöldum. BjGissSól. 86.
Ljóðið er gefið út eftir eiginhandriti Bjama Gissurarsonar. Á sam-
bandinu sést greinilega, að átt er við ‘vínílát’, en um lögun brúsans og
efni erum við engu nær.
Orðtakið að borga brúsann ‘neyðast til að greiða e-ð’, sem raunar er
ekki kunnugt fyrr en frá 19. öld, bendir einnig til, að brúsi hafi verið
‘vínílát’ (‘brennivínsílát’). Það merkir vafalaust upphaflega ‘að greiða
vínið í veizluna’. Orðtakið virðist vera frjálsleg þýðing á d. betale gildet.
Elzta dæmi, sem OH þekkir er þetta:
hver á . . . að borga brúsann? Þjóð. 38, 125.
Af ofan greindum dæmum getum við, sem sé, ályktað, hver var upp-
5 Hér skýtur eitthvað skökku við. Brúsar hafa, mér vitanlega, aldrei verið úr
fíkjutré. Sennilega hefir Jóni brugðizt hér latínan. Ficulneus merkir ‘úr fíkjutré’,
en líklega hefir honum fundizt það merkja ‘úr leir’.